Hoppa yfir valmynd

Innstæðutryggingar

Tryggingarsjóður innstæðueigenda og fjárfesta (TIF) starfar samkvæmt lögum um innstæðutryggingar og tryggingarkerfi fyrir fjárfesta. Sjóðurinn er sjálfseignarstofnun og starfar í tveimur sjálfstæðum deildum, þ.e. innstæðudeild og verðbréfadeild auk þess sem sérstök deild er rekin innan sjóðsins um skilasjóð.

Viðskiptabankar, sparisjóðir, fyrirtæki í verðbréfaþjónustu og aðrir sem nýta sér heimildir laga til að stunda viðskipti með verðbréf eiga aðild að sjóðnum. Sama gildir um útibú þessara aðila innan EES. Á vef sjóðsins er listi yfir aðildarfyrirtæki.

Innstæðudeild

Innstæðudeild tryggir innstæður í bönkum og sparisjóðum. Tryggingarsjóður tryggir á hverjum tíma innstæður sem nema að lágmarki, og að hámarki, fjárhæð sem samsvarar 100.000 evrum.

Verðbréfadeild

Verðbréfadeild veitir viðskiptavinum fyrirtækja sem nýta sér heimildir laga til að stunda viðskipti með verðbréf lágmarksvernd gegn greiðsluerfiðleikum viðkomandi fyrirtækis. Verði fyrirtækið ekki fært um að greiða til baka verðbréf eða reiðufé sem viðskiptavinur krefur það um er sjóðnum skylt að greiða viðskiptavini andvirði verðbréfa og reiðufjár í tengslum við viðskipti með verðbréf úr verðbréfadeild. Lágmarksvernd samsvarar 20.887 evrum.

Skilasjóður

Skilasjóður er sjóður um fjármuni sem skilavald getur notað til að tryggja skilvirka beitingu skilaúrræða í samræmi við lög um skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja, nr. 70/2020. Fjármunum skilasjóðs skal haldið aðgreindum frá öðrum deildum Tryggingarsjóðsins og gera sérstaklega grein fyrir tekjum hans og eignum í ársreikningi Tryggingarsjóðsins.

Síðast uppfært: 8.10.2021
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira