Hoppa yfir valmynd

Bifreiðagjald

Bifreiðagjald er skattur sem eigendur skráðra vélknúinna ökutækja, sem uppfylla tiltekin skilyrði, greiða í ríkissjóð. Gjaldið er lagt á tvisvar á ári, þ.e. 1. janúar og 1. júlí. Gjaldið skiptist í tvo flokka eftir þyngd ökutækja, þ.e. það miðast við skráða losun koltvísýrings viðkomandi ökutækis mælda í grömmum á hvern ekinn kílómetra ef ökutækið er undir 3.500 kg. Ef ökutækið er hins vegar þyngra er gjaldið lagt á hvert kg umfram 3.500 kg. Gjaldið getur þó aldrei numið hærri fjárhæð en tilteknu hámarki. Rétt er að geta þess að tiltekin ökutæki eru undanþegin bifreiðagjaldi, þeirra á meðal björgunarbifreiðar, bifreiðar eldri en 25 ára og ökutæki í eigu öryrkja. Ríkisskattstjóri annast álagningu bifreiðagjalds en tollstjóri annast innheimtu þess. Greiðanda bifreiðagjalds er heimilt að kæra til ríkisskattstjóra álagningu bifreiðagjalds skv. 6. gr. innan þrjátíu daga frá því að gjaldið var ákvarðað. Úrskurði ríkisskattstjóra má skjóta til yfirskattanefndar.

Sjá einnig:

Síðast uppfært: 13.5.2019
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum