Hoppa yfir valmynd

Erfðafjárskattur

Af öllum fjárverðmætum sem við skipti á dánarbúi manns hverfa til erfingja hans skal greiða erfðafjárskatt. Erfðafjárskattur er 10% af skattstofni dánarbús. Af dánarbúum sem stofnuðust 1. janúar 2011 til 31. desember 2020 greiðist ekki erfðafjárskattur af fyrstu 1.500.000 krónum. Af dánarbúum sem stofnuðust 1. janúar 2021 til 31. desember 2021 greiðist ekki erfðafjárskattur af fyrstu 5.000.000 krónum en af dánarbúum, sem stofnast 1. janúar 2022 til 31. desember 2022 greiðist ekki erfðafjárskattur af fyrstu 5.255.000 krónunum. Frá 1. janúar 2023 eru mörkin 5.757.759 kr.

Erfingjar njóta skattfrelsis í hlutfalli við arf sinn. Maki og sambúðarmaki samkvæmt erfðaskrá greiða engan erfðafjárskatt. Skattstofn erfðafjárskatts er heildarverðmæti allra fjárhagslegra verðmæta og eigna sem liggja fyrir við andlát arfleifanda að frádregnum skuldum og kostnaði.

Síðast uppfært: 12.1.2023
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum