Hoppa yfir valmynd

Fjármagnstekjuskattur

Einstaklingar greiða 22% tekjuskatt af fjármagnstekjum sínum sem ekki stafa af atvinnurekstri. Fjármagnstekjum má skipta í fjóra flokka sem eru: Arður, leigutekjur, söluhagnaður og vaxtatekjur.

Af vaxtatekjum og arði er dregin staðgreiðsla fjármagnstekjuskatts, en skattur af söluhagnaði og leigutekjum er greiddur eftirá. Á fjármagnstekjur er ekki lagt útsvar og þær hafa engin áhrif á þrepaskiptingu tekjuskatts. Hins vegar teljast þær með öðrum tekjum til stofns við útreikning vaxtabóta og barnabóta.

Ekki er greiddur fjármagnstekjuskattur af heildarvaxtatekjum að fjárhæð 150.000 kr. á ári hjá hverjum manni, þótt dreginn hafi verið staðgreiðsla fjármagnstekjuskatts af vaxtatekjunum. Þá er ekki greiddur fjármagnstekjuskattur af 50% af tekjum af útleigu íbúðarhúsnæðis. Þessi frítekjumörk eru ákvörðuð í álagningu á grundvelli skattframtals.

Síðast uppfært: 17.8.2022
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum