Hoppa yfir valmynd

Stimpilgjald

Stimpilgjald af gjaldskyldu skjali sem kveður á um eignaryfirfærslur skipa yfir 5 brúttótonnum ákvarðast eftir því verði er fram kemur í kaupsamningi eða öðru skjali um eignaryfirfærslu, þó aldrei lægri fjárhæð en nemur áhvílandi veðskuldum. Í lögunum er jafnframt að finna undantekningar frá greiðslu stimpilgjalda og má m.a. nefna að einungis er greitt hálft stimpilgjald í þeim tilfellum þegar fasteign eða skip er selt veðhafa við nauðungarsölu og þegar um er að ræða fyrstu kaup einstaklings á íbúðarhúsnæði að vissum skilyrðum uppfylltum. Þá er ekki greitt stimpilgjald þegar nafnabreyting verður á eiganda fasteigna eða skipa yfir 5 brúttótonnum í opinberum skrám, svo sem í þinglýsingarbókum, í kjölfar félagsréttarlegs samruna, breytingar einkahlutafélags í hlutafélag eða skiptingar. Gjaldhlutfallið af gjaldskyldum skjölum er 0,8% ef rétthafinn er einstaklingur og 1,6% ef rétthafinn er lögaðili.

Síðast uppfært: 23.2.2022
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum