Hoppa yfir valmynd

Skattar og þjónustugjöld vegna atvinnurekstrar

Tekjur ríkisins eru að stærstum hluta fengnar með innheimtu beinna skatta og óbeinna skatta á vöru og þjónustu.

Beinir skattar eru skattar sem lagðir eru á greiðandann sem er sá hinn sami og ber skattbyrðina hvort sem um er að ræða mann eða lögaðila. Til beinna skatta teljast tekjuskattur, fjármagnstekjuskattur, útsvar, tryggingagjald, gjald í framkvæmdasjóð aldraðra, útvarpsgjald, búnaðargjald og jöfnunargjald alþjónustu. Beinir skattar eru einnig nefndir opinber gjöld eða þinggjöld.

Til óbeinna skatta teljast álögur hins opinbera á vörur og þjónustu. Skattgreiðandanum er ekki ætlað að bera skattinn, heldur er honum gert að innheimta skattinn við sölu á vöru eða þjónustu og skila honum í ríkissjóð. Það eru neytendur sem endanlega bera skattinn. Óbeinir skattar eru einnig nefndir neysluskattar. Virðisaukaskattur er dæmi um óbeinan skatt en einnig má nefna vörugjöld af ökutækjum, eldsneyti o.fl.

Síðast uppfært: 3.2.2020 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum