Hoppa yfir valmynd
02.07.2025 Innviðaráðuneytið

Stutt við smærri atvinnurekendur í Grindavík með viðauka við sóknaráætlun Suðurnesja

Berglind Kristinsdóttir framkvæmdastjóri SSS og Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra handsala samning um viðauka við sóknaráætlun Suðurnesja. - mynd

Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra og Berglind Kristinsdóttir framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS) undirrituðu í vikunni samning um fjárstuðning við smærri atvinnurekendur í Grindavík. Heildarframlag ríkisins verður 50 milljónir kr. 

Stuðningurinn er einkum ætlaður einyrkjum og smærri fyrirtækjum sem voru með starfsemi í Grindavík 10. nóvember 2023, eru í rekstri og hafa a.m.k. einn starfsmann á launaskrá. Fjármunum skal varið til verkefna sem snúa m.a. að markaðssetningu, vöruþróun og nýsköpun. Styrkjum er hvorki ætlað að kaupa upp eignir né að greiða niður skuldir. 

Opnað fyrir umsóknir í byrjun júlí

Opnað verður fyrir umsóknir um fjárstuðning 7. júlí og er umsóknarfrestur til og með 18. ágúst. Stefnt er að úthlutun í byrjun september. Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum mun fara með verkefnastjórn og umsýslu. Fjármunum verður úthlutað í einni úthlutun í gegnum uppbyggingarsjóð sóknaráætlunar Suðurnesja og gilda almennar reglur sjóðsins um mat á umsóknum.

Samningurinn er viðauki við sóknaráætlun Suðurnesja 2025-2029 og er gerður með vísan í samþykkt ríkisstjórnarinnar frá 18. mars 2025 um stuðning við lítil og meðalstór fyrirtæki í Grindavík.

Efnisorð

Síðast uppfært: 8.9.2017 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta