Hoppa yfir valmynd

Sérfræðinefnd um breytingar á kynskráningu barna og varanlegar breytingar á ódæmigerðum kyneinkennum barna

Forsætisráðherra skipaði sérfræðinefnd um breytingar á kynskráningu barna og varanlegar breytingar á ódæmigerðum kyneinkennum barna, sbr. 9. gr. laga um kynrænt sjálfræði, nr. 80/2019, þann 14. október 2019. Nefndin er skipuð til fjögurra ára í senn en hlutverk hennar er að fjalla um ósk barns um breytingu á skráðu kyni sínu ef það nýtur ekki stuðnings forsjáraðila sinna, annars eða beggja, til að breyta opinberri skráningu kyns síns, sbr. 3. mgr. 5. gr. laganna.

 

Í nefndinni eru:

Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir, tilnefnd af Sálfræðingafélagi Íslands.

Elísabet Gísladóttir, tilnefnd af dómsmálaráðherra.

Ragnar Bjarnason, tilnefndur af embætti landlæknis.

 

Varamenn eru Svanhildur Þorbjörnsdóttir, tilnefnd af dómsmálaráðherra, Soffía Guðrún Jónasdóttir, tilnefnd af embætti landslæknis og Guðrún Häsler, tilnefnd af Sálfræðingafélagi Íslands.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum