Verkefnisstjórn loftslagsaðgerða
Skipuð 18. júní 2025.
Hlutverk verkefnisstjórnar er að móta tillögur að aðgerðum í aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum og aðlögunaráætlun stjórnvalda og hafa umsjón með að þeim sé hrundið í framkvæmd. Nánar er fjallað um hlutverk og starfshætti verkefnisstjórnar í reglugerð nr. 786/2024.
Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum tekur til helstu aðgerða til að draga úr losun og auka kolefnisbindingu úr andrúmslofti til að Ísland geti staðið við alþjóðlegar skuldbindingar sínar í loftslagsmálum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda og lögbundið markmið um kolefnishlutleysi 2040.
Jafnframt lætur ráðherra vinna áætlun um aðlögun íslensks samfélags að loftslagsbreytingum sem er stefnumótandi áætlun stjórnvalda um málaflokkinn, sbr. 5. gr. a. laga nr. 70/2012 um loftslagsmál og reglugerð nr. 786/2024.
Fyrir liggur aðgerðaáætlun loftslagsaðgerða sem birt var í júní 2024. Unnið er að forgangsröðun og innleiðingu þeirra aðgerða. Einnig liggja fyrir drög að fyrstu aðlögunaráætlun Íslands sbr. 5.gr.a.
Hlutverk fulltrúa í verkefnisstjórn verður m.a. að taka til umfjöllunar loftslagsaðgerðir sem skilgreindar hafa verið af viðeigandi ráðuneytum og fylgja eftir þeim aðgerðum í aðgerðaáætlun í loftslagsmálum og aðlögunaráætlun sem varða þeirra ráðuneyti. Í því felst að leita umboðs og afstöðu varðandi tillögur og framkvæmd loftslagsaðgerða á ábyrgð viðkomandi ráðuneytis.
Frá upphafi vinnu við aðgerðaáætlun hefur verið lögð áhersla á samráð við hagsmunaaðila. Áfram er gert ráð fyrir samráði og að það verði innbyggt í einstakar aðgerðir og verkefni, þar sem það á við.
Frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti
Björn Helgi Barkarson, formaður
Elín Björk Jónasdóttir, varafulltrúi
Samkvæmt tilnefningu félags- og vinnumarkaðsráðuneytis
Tryggvi Haraldsson
Sigríður Víðis Jónsdóttir, varafulltrúi
Samkvæmt tilnefningu fjármála- og efnahagsráðuneytis
Guðrún Birna Finnsdóttir
Kristinn Bjarnason, varafulltrúi
Samkvæmt tilnefningu forsætisráðuneytis
Sveinbjörn Finnsson
Rósa Guðrún Erlingsdóttir, varafulltrúi
Samkvæmt tilnefningu dómsmálaráðuneytis
Kristrún Friðriksdóttir
Samkvæmt tilnefningumenningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytis
Sigríður Geirsdóttir
Samkvæmt tilnefningu heilbrigðisráðuneytis
Gígja Gunnarsdóttir
Samkvæmt tilnefningu innviðaráðuneytis
Hrefna Hallgrímsdóttir
Valgerður B. Eggertsdóttir, varafulltrúi
Samkvæmt tilnefningu atvinnuvegaráðuneytis
Ragn Helgason
Bryndís Eiríksdóttir, varafulltrúi
Samkvæmt tilnefningu mennta- og barnamálaráðuneytis
Óskar Haukur Níelsson
Ingibjörg Ólafsdóttir, varafulltrúi
Samkvæmt tilnefningu utanríkisráðuneytis
Elín R. Sigurðardóttir
Þorvarður Atli Þórsson, varafulltrúi
Samkvæmt tilnefningu Sambands íslenskra sveitfélaga
Helga María Pálsdóttir
Finnur Ricart Andrason, varafulltrúi
Með verkefnisstjórninni munu starfa sérfræðingar frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti, Umhverfis- og orkustofnun og Veðurstofu Íslands.