Hoppa yfir valmynd

Verkefnisstjórn aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum

Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Skipuð 15. apríl 2021.
Verkefnastjórnin er skipuð í samræmi við 5. gr. laga nr. 70/2012 um loftslagsmál og er hlutverk hennar að móta tillögur að aðgerðum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, hafa umsjón með að þeim sé hrundið í framkvæmd og að eftirfylgni sé tryggð.

Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum tekur til helstu aðgerða til að draga úr losun og auka kolefnisbindinu úr andrúmslofti til að Ísland geti staðið við alþjóðlegar skuldbindingar sínar í loftslagsmálum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda og áform um kolefnishlutleysi 2040. Fyrsta útgáfa aðgerðaáætlunar var birt í september 2018. Fljótlega hófst vinna við að útfæra frekar þær aðgerðir sem þar voru settar fram ásamt því að leggja betra mat á mögulegan árangur aðgerðanna, m.a. í ljósi skuldbindinga Íslands skv. Parísarsamningnum og Evrópureglna. Uppfærð útgáfa aðgerðaáætlunar var gefin út í júní 2020.

Aðgerðaáætlunina skal endurskoða eigi sjaldnar en á fjögurra ára fresti, að teknu tilliti til alþjóðlegra skuldbindinga og yfirlýstra markmiða stjórnvalda. Við gerð hennar skal hafa samráð við hagsmunaaðila. Verkefnastjórn skal árlega skila skýrslu til ráðherra um framgang aðgerðaáætlunar. Í skýrslunni skal farið yfir þróun losunar og hvort hún er í samræmi við áætlanir, fjallað um framgang aðgerða og eftir atvikum settar fram ábendingar verkefnastjórnar.

Hlutverk fulltrúa í verkefnastjórn er m.a. að fylgja eftir þeim aðgerðum í aðgerðaáætlun loftslagsmála sem varða þeirra ráðuneyti, sjá um að árangursmælikvarðar aðgerðanna séu birtir reglulega og fylgjast með áhrifum aðgerða á losun gróðurhúsalofttegunda og annað sem er nauðsynlegt hverju sinni.

Frá upphafi vinnu við aðgerðaáætlun hefur verið lögð áhersla á samráð við hagsmunaaðila. Áfram er gert ráð fyrir frekara samráði og að það verði innbyggt í einstakar aðgerðir og verkefni, þar sem það á við.

Áætlað er að verkefnastjórn skili fyrstu árskýrslu til ráðherra í júní 2021. Gert er ráð fyrir að skýrslan verði send Loftslagsráði til rýni og kynnt fyrir Alþingi.

Verkefnastjórnin skal upplýsa samstarfsnefnd ráðuneytisstjóra um loftslagsmál með reglubundnum hætti um framgang mála.

Án tilnefningar

Helga Barðadóttir, formaður, umhverfis- og auðlindaráðuneyti,

Samkvæmt tilnefningu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
Jón Þrándur Stefánsson

Samkvæmt tilnefningu ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
Erla Sigríður Gestdóttir

Samkvæmt tilnefningu mennta- og menningarmálaráðherra
Guðni Olgeirsson

Samkvæmt tilnefningu fjármála- og efnahagsráðuneytis
Ólafur Heiðar Helgason

Samkvæmt tilnefningu forsætisráðuneytis
Henný Gunnarsdóttir Hinz

Samkvæmt tilnefningu samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis
Friðfinnur Skaftason

Samkvæmt tilnefningu félagsmálaráðuneytis
Sigrún Dögg H. Kvaran

Samkvæmt tilnefningu Sambands íslenskra sveitarfélaga
Eygerður Margrétardóttir

Starfsmaður verkefnisstjórnarinnar er Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, sérfræðingur í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu.


Fastanefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum