Hoppa yfir valmynd

Alþjóðlegt samstarf

Alþjóðavinnumálastofnunin (ILO)

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið fer með alþjóðlegt samstarf á sviði vinnumála á vettvangi Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO - International Labour Organization). Stofnunin er ein af sérstofnunum Sameinuðu þjóðanna og hóf starfsemi árið 1919. Ísland gerðist aðili árið 1945. 

Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið (EES-samningurinn)

Reglur Evrópusambandsins á sviði vinnumála sem orðið hafa hluti af EES-samningnum hafa leitt til breytinga á löggjöf og reglum stjórnvalda á sviði vinnumála. Tvær tilskipanir Evrópusambandsins hafa verið gildisteknar hér á landi með kjarasamningum samtaka aðila á vinnumarkaði

Norrænt samstarf á sviði vinnumála

Norrænt samstarf á sviði atvinnulífs er mikilvægur vettvangur Norðurlandaþjóðanna. Samstarfið stuðlar að því að löndin nái markmiðum sínum um að efla vinnuafl, heilbrigði og velferð í starfi jafnframt því að styrkja sveigjanleika vinnumarkaðarins.

Félagsmálasáttmáli Evrópu

Félagsmálasáttmálinn er frá árinu 1961 og var fullgiltur af Íslands hálfu árið 1976. Framkvæmd sáttmálans hér á landi heyrir undir félags- og vinnumarkaðsráðuneytið. Skipta má félagslegum réttindum samkvæmt sáttmálanum í þrjá flokka: vinnurétt, vernd félagslegra réttinda og vernd sérstakra réttinda sem ekki falla undir vinnuumhverfi.

Fríverslunarsamtök Evrópu (EFTA)

Fríverslunarsamtök Evrópu (EFTA - European Free Trade Association) voru stofnuð árið 1960 og voru stofnaðilar Austurríki, Bretland, Danmörk, Noregur, Portúgal, Svíþjóð og Sviss. Síðar gerðust Finnland, Ísland og Lichtenstein aðilar. Í dag eru EFTA-ríkin fjögur: Ísland, Lichtenstein, Noregur og Sviss. Hin ríkin eru aðilar að Evrópusambandinu (ESB), en EFTA-ríkin hafa með margvíslegum hætti samvinnu við ESB.

Norrænt samstarf á sviði jafnréttismála

Norðurlandaþjóðirnar hafa unnið saman að jafnréttismálum til áratuga. Framtíðarsýn þjóðanna er að norrænt jafnréttissamstarf verði fyrirmynd annarra þjóða. Karlar og konur á Norðurlöndunum eiga að njóta jafnra tækifæra á öllum sviðum samfélagsins.

Norrænt samstarf að málefnum barna og ungmenna

Markmiðið með starfi í þágu barna og unglinga á Norðurlöndum er að skapa hagstæð lífskilyrði fyrir börn og unglinga og auka tækifæri þeirra til þess hafa áhrif. Starfið byggir á sameiginlegum grunngildum eins og réttlæti, jafnrétti, lýðræði, gegnsæi og þátttöku.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum