Hoppa yfir valmynd

Um sendiskrifstofu

Umdæmi sendiráðsins nær til Malaví, sem einnig er áhersluríki í þróunarsamvinnu, Djibútí, Eþíópíu, Kenya, Namibíu og Suður-Afríku. Þá skal sendiráðið gegna hlutverki fastanefndar gagnvart Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna í Naíróbí (UN Environment) og Afríkusambandinu í Addis Ababa (African Union).

Um árabil hefur hefur Ísland lagt áherslu á þróunarsamvinnu við Úganda. Þróunarsamvinnustofnun Íslands opnaði svæðisskrifstofu árið 2000 í Kampala, höfuðborg Úganda. Árið 2004 fékk skrifstofan diplómatísk réttindi og breyttist þar með í sendiráð. Með forsetaúrskurði nr. 8/2018 um sendiráð, fastanefndir hjá alþjóðastofnunum og ræðisskrifstofur, var tekin ákvörðun um að útvíkka starfsemina, efla diplómatísk samskipti við Úganda og Austur-Afríku og skipa sendiherra til starfa. 

Sendiráð Íslands í Kampala

Heimilisfang

Plot 3, Lumumba Avenue
Nakasero, Kampala
PO Box 7592

Sími: +256 312 531 100
          +354 545 7450

Netfang: [email protected]

Opnunartímar: mán.-fim. 09:00-15:30 og fös. 9:00-13:30

Sendiráð Íslands í KampalaFacebook hlekkur
NafnStarfsheitiNetfang
Ben Twikirizeyfirverkefnisfulltrúi[email protected]
Finnbogi Rútur Arnarsonsendifulltrúi[email protected]
Ivan Kasumbiaðstoð á skrifstofu
Lawrence Kirazabifreiðarstjóri
Maurice Ssebisubiyfirverkefnisfulltrúi[email protected]
Pauline Ataibókari[email protected]
Pius Ichariatyfirverkefnisfulltrúi[email protected]
Sylvia Namudduskrifstofustjóri[email protected]
Unnur Orradóttir Ramettesendiherra[email protected]

Sendiherra

Unnur Orradóttir Ramette

Unnur Orradóttir Ramette var skipuð sendiherra í Kampala 1. ágúst 2018. Þar áður var hún skrifstofustjóri viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins (frá 1. maí 2016) og sendiráðunautur á sömu skrifstofu frá 1. ágúst 2009. Unnur hóf störf hjá utanríkisþjónustunni í júlí 1997 og gegndi stöðu viðskiptafulltrúa hjá sendiráði Íslands í París í 12 ár.

Unnur útskrifaðist með mastersgráðu í alþjóðaviðskiptum (DESCAF) hjá Ecole Supérieure de Commerce de Lille í Frakklandi árið 1993.

Unnur er gift Patrick Ramette og eiga þau tvö börn.

Í umdæmi sendiráðsins er að finna eina kjörræðisskrifstofu:

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Veldu tungumál

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira