Umsækjendur um embætti forstjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
Þrír umsækjendur eru um embætti forstjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Umsóknarfrestur rann út 28. janúar. Heilbrigðisráðherra mun skipa í stöðuna til fimm ára að undangengnu mati lögskipaðrar hæfnisnefndar á umsækjendum.
Umsækjendur eru þessir:
- Helga Jóhannesdóttir, sviðstjóri fjármála og reksturs hjá Útlendingastofnun
- Óskar Sesar Reykdalsson, settur forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
- Viðar Helgason, sérfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneyti