Um sendiskrifstofu
Hlutverk sendiráðsins er að gæta hagsmuna Íslands á sviði utanríkis- og viðskiptamála og hafa umsjón með samstarfsverkefnum á sviði þróunarsamvinnu og mannúðarmála auk þjónustu við Íslendinga á svæðinu.
Sendiráðið var opnað árið 2004 samkvæmt sérstöku samkomulagi utanríkisráðuneytisins og Þróunarsamvinnustofnunar Íslands (ÞSSÍ). Formleg samskipti og samstarf Íslands og Malaví hófust þó miklu fyrr því fyrsti samningur þjóðanna um þróunarsamvinnu var undirritaður árið 1989. ÞSSÍ starfrækti jafnframt umdæmisskrifstofu í Lilongwe til ársloka 2015.
Stærsti núverandi samstarfssamningurinn (Mangochi Basic Services Programme) er 16,3 milljón BNA dollara stuðningur við grunnþjónustu í Mangochi héraði, frá 2017 til 2021.
Sendiráð Íslands í Lilongwe
HeimilisfangSamala House, Plot no. 13/13
P/Bag B466, Lilongwe 3, Malawi
Sími: +265 (0)1 771 141
Netfang
Afgreiðsla mán - fim frá kl. 08:00 - 16:00 og fös 08:00 - 13:00
Sendiráð Íslands í LilongweFacebook hlekkurNafn | Starfsheiti | Netfang |
---|---|---|
Catherine Mandala | Ritari | [email protected] |
Grace Kasoka | Aðstoðarmaður í Mangochi | |
Jeffrey Mtonga | Bílstjóri | |
Joseph Izaya | Bílstjóri í Mangochi | |
Kristjana Sigurbjörnsdóttir | Verkefnastjóri | [email protected] |
Levi Soko | Verkefnisfulltrúi í Mangochi | [email protected] |
Lilja Dóra Kolbeinsdóttir | Forstöðumaður / Chargé d'affaires | [email protected] |
Linley Magwira | fjármála- og skrifstofustjóri | [email protected] |
Mphatso Sokosa | Verkefnisfulltrúi í Mangochi | [email protected] |
Forstöðumaður
Lilja D. Kolbeinsdóttir
Lilja Dóra Kolbeinsdóttir var skipuð forstöðumaður í Lilongwe 1. apríl 2019. Þar áður var hún verkefnastjóri sendiráðins í Lilongwe (frá 1. október 2017), með umsjón með þeim þróunarsamvinnuverkefnum sem íslensk stjórnvöld styðja í Malaví. Á tímabilun 1. júlí 2013 til 30. september 2017 starfaði Lilja sem verkefnastjóri þróunarsamvinnuverkefna sendiráðins í Mapútó, Mósambík á sviði fiski-, vatns- og salernis-, mennta- og jafnréttismála. Áður starfaði Lilja sem verkefnastjóri hjá Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu Þjóðanna (UNU-GEST Programme) og á árunum 2004-2009 sem verkefnastjóri hjá Þróunarsamvinnustofnun Íslands í Kampala, Úganda.
Lilja útskrifaðist með meistaragráðu í þróunarfræðum með áherslu á menntun og byggðarþróunar (MA in Education and Rural Development) hjá University of East Anglia í Bretlandi árið 2003.
Lilja er gift Nelson Vaz da Silva.
Um sendiráðið
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.