Hoppa yfir valmynd

Um sendiskrifstofu

Sendiráð Íslands í Þýskalandi (þá Vestur-Þýskalandi) var stofnað í Hamborg árið 1952. Það fluttist til Bonn árið 1955 og svo til Berlínar árið 1999 í kjölfar sameiningar Austur- og Vestur-Þýskalands. Sendiráðið hefur jafnframt fyrirsvar gagnvart Tékklandi.

Starfsmenn eru átta talsins, þar af þrír útsendir: Sendiherra, staðgengill sendiherra og sendiráðsfulltrúi og fimm staðarráðnir starfsmenn: Viðskiptafulltrúi, menningarfulltrúi, tveir aðstoðarmenn sendiherra og bílstjóri.

Sendiráðið er staðsett á sendiráðssvæði Norðurlandanna við Tiergarten almenningsgarðinn í vesturhluta Berlínar. Norðurlöndin eiga með sér náið samstarf um fjölmörg mál á vettvangi og standa fyrir viðburðum í sameiginlegri menningarmiðstöð sendiráðanna Felleshus.

Meginhlutverk sendiráðsins er að gæta hagsmuna Íslands og Íslendinga í umdæmislöndum þess, sem og að efla og styrkja viðskiptaleg, menningarleg og pólítísk tengls. Sendiráðið veitir jafnframt borgaraþjónustu við Íslendinga í umdæmislöndunum. 

Sendiráð Íslands í Berlín

Heimilisfang

Rauchstraße 1
10787 Berlin

Sími: +49 (0) 30 50 50 40 00

Netfang 

berlin[hjá]utn.is

Afgreiðsla virka daga frá kl. 09:00 -12:00 og 13:00 - 16:00
Símatími: 13:00 - 16:00

Sendiráð Íslands í BerlínFacebook hlekkurSendiráð Íslands í BerlínTwitte hlekkur
Starfsfólk Sendiráðs Íslands í Berlín

Sendiherra

María erla Marelsdóttir


Ferilskrá (á ensku)

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum