Hoppa yfir valmynd
13. mars 2007 Forsætisráðuneytið

Skýrsla Evrópunefndar um tengsl Íslands og Evrópusambandsins

Nefnd um Evrópumál, sem forsætisráðherra skipaði 8. júlí 2004 skilaði skýrslu sinni hinn 13. mars 2007. 

Verkefni nefndarinnar var að kanna framkvæmd EES-samningsins, önnur tengsl Íslands og Evrópusambandsins, sem og ýmis álitamál tengd hugsanlegri aðild Íslands að Evrópusambandinu. Nefndin átti m.a. að kanna hvort og þá hvers konar undanþágur séu veittar í aðildarsamningum að Evrópusambandinu, hvað aðild myndi kosta ríkissjóð til lengri og skemmri tíma litið og hverjir væru kostir og gallar evrunnar fyrir Ísland, auk þess sem skilgreind yrði staða Íslands miðað við hinn nýsamþykkta stjórnarskrársáttmála Evrópusambandsins. Þá átti samkvæmt skipunarbréfinu einnig að ræða á vettvangi nefndarinnar önnur álitaefni er vörðuðu tengsl Íslands og Evrópusambandsins og nefndin teldi til þess fallin að skýra stöðu Íslands sérstaklega í þessu samhengi. Nefndin skilar sameiginlegri niðurstöðu um fjölmarga þætti en einstakir nefndarmenn birta í skýrslunni álit varðandi afstöðu sína til þess, að Ísland gerist aðili að Evrópusambandinu.

Skýrsla nefndarinnar: Tengsl Íslands og Evrópusambandsins (pdf-skjal 2709KB)

Conclusions and Recommendations of the Committee on Europe

Fylgiskjöl með skýrslu Evrópunefndar:

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum