Hoppa yfir valmynd
18. október 2007 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Fyrstu skrefin eru komin út á tíu tungumálum

Jóhanna Sigurðardóttir og Einar SkúlasonMarkmiðið með útgáfu bæklingsins Fyrstu skrefin er að veita innflytjendum allar nauðsynlegustu upplýsingarnar um íslenskt samfélag strax við komuna til landsins. Hann er þýddur á níu tungumál, en textinn er ævinlega birtur bæði á íslensku og hinu erlenda tungumáli. Með þeim hætti getur hann nýst starfsfólki sem vinnur með innflytjendum við að kynna þeim íslenskt samfélag. Á sama hátt hefur útlendingurinn alltaf íslenska textann til hliðar þegar hann kynnir sér bæklinginn á hinu erlenda tungumáli. Tungumálin eru enska, pólska, litháíska, víetnamska, rússneska, taílenska, þýska, spænska og serbneska.

Í bæklingnum er fjallað er um það sem mikilvægast er að huga að við komuna til landsins, svo sem kennitölu, dvalarleyfi, atvinnuleyfi, lögheimili, skattkort og tryggingar. Einnig er almennum réttindum og skyldum á Íslandi lýst, greint frá félagsþjónustu, heilsugæslu, húsnæði, skólakerfinu og íslenskukennslu. Í bæklingnum er að finna heimilisföng, símanúmer og netföng helstu stofnana sem tengjast málefnum innflytjenda og yfirlit yfir helstu hjálparsamtök þegar eitthvað bjátar á. Hægt er að panta bæklinginn með því að senda tölvupóst til félagsmálaráðuneytisins á netfangið [email protected]

Bæklingurinn var unnin í samvinnu fjölmargra aðila, en útgáfu hans styrktu auk innflytjendaráðs, Alþýðusamband Íslands, Samtök atvinnulífsins, Útlendingastofnun, Vinnumálastofnun og Ríkisskattstjóri. Alþjóðahús hafði umsjón með útgáfunni.

Skjal fyrir Acrobat ReaderFyrstu skrefin - enska (pdf, 8mb)

Skjal fyrir Acrobat ReaderFyrstu skrefin - litháíska (pdf, 8mb)

Skjal fyrir Acrobat ReaderFyrstu skrefin - pólska (pdf, 8mb)

Skjal fyrir Acrobat ReaderFyrstu skrefin - rússneska (pdf, 8mb)

Skjal fyrir Acrobat ReaderFyrstu skrefin - serbneska (pdf, 8mb)

Skjal fyrir Acrobat ReaderFyrstu skrefin - spænska (pdf, 8mb)

Skjal fyrir Acrobat ReaderFyrstu skrefin - taílenska (pdf, 8mb)

Skjal fyrir Acrobat ReaderFyrstu skrefin - víetnamska (pdf, 8mb)

Skjal fyrir Acrobat ReaderFyrstu skrefin - þýska (pdf, 8mb)

 Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum