Hoppa yfir valmynd
20. mars 2009 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Drög að skýrslu nefndar um eflingu háskóla- og fræðastarfs á Vestfjörðum

Fyrrverandi menntamálaráðherra skipaði í september 2007 nefnd sem ætlað var að gera tillögur um leiðir til eflingar háskóla- og fræðastarfs á Vestfjörðum. Hér má nálgast drög að skýrslu nefndarinnar.

Fyrrverandi menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, skipaði í september 2007 nefnd sem ætlað var að gera tillögur um leiðir til eflingar háskóla- og fræðastarfs á Vestfjörðum. Skipun nefndarinnar var liður í mótvægisaðgerðum ríkisstjórnarinnar árið 2007, sem beindust að því að styrkja atvinnulíf í landinu, auka menntun og bæta úrræði þeirra einstaklinga sem misstu atvinnu vegna samdráttar í aflaheimildum.

Í nefndina voru skipuð :

  • Guðfinna S. Bjarnadóttir, alþingismaður, sem var formaður nefndarinnar.
  • Einar Jörundsson, skrifstofustjóri í menntamálaráðuneyti.
  • Soffía Vagnsdóttir, skólastjóri.

Nefndin hélt 16 fundi, og fundaði m.a. með heimamönnum bæði formlega og óformlega og safnaði efnivið í skýrsluna.

Fyrstu hugmyndir að tillögum voru kynntar ráðherra í desember 2007 og fyrstu drög að skýrslu voru kynnt í lok febrúar 2008. Nefndin lauk störfum í maí 2008 og kynnti formaður nefndarinnar ráðherra skýrsluna með þeim fyrirvara að nefndin teldi forsendur tillagnanna vera í uppnámi vegna þeirrar óvissu sem þá var í efnahagsmálum. Eins og kunnugt er hefur efnahagsástandið breyst mjög til hins verra síðan þá.

Niðurstöður nefndarinnar hafa ekki verið samþykktar formlega, en drög að skýrslu má nálgast hér.(PDF - 1,5MB)

Ráðuneytið telur rétt að birta opinberlega niðurstöður nefndarinnar, en með þeim fyrirvara sem að ofan greinir.Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira