Hoppa yfir valmynd
4. maí 2012 Forsætisráðuneytið

Siðferðileg viðmið og siðareglur Stjórnarráðsins

Samhæfingarnefnd um siðferðileg viðmið fyrir stjórnsýsluna kynnti í dag fyrstu ársskýrslu sína. Í skýrslunni er farið yfir starf nefndarinnar frá því hún var skipuð haustið 2010 á grundvelli laga um Stjórnarráð Íslands. Megináherslan hefur verið á að stuðla að setningu siðareglna og kynningu þeirra og innleiðingu. Siðareglur fyrir ráðherra voru settar í mars 2011 og í gær gaf forsætisráðherra út siðareglur fyrir starfsfólk Stjórnarráðs Íslands í kjölfar víðtæks samráðs.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira