Hoppa yfir valmynd
22. maí 2013 Atvinnuvegaráðuneytið

Eftirlitsnefnd um sértæka skuldaaðlögun skilar lokaskýrslu til ráðherra.

Eftirlitsnefnd um sértæka skuldaaðlögun hefur skilað lokaskýrslu sinni til ráðherra og er það fimmta skýrsla nefndarinnar. Nefndin starfar skv.  lög nr. 107/2009 um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins en þau féllu úr gildi um síðustu áramót.

Í þessari skýrslu er gerð grein fyrir framkvæmd fjármálafyrirtækja á sértækri skuldaaðlögun fyrirtækja sem skulda milljarð og eftirliti nefndarinnar á þeim úrræðum sem lögin og reglur byggðar á þeim taka til vegna aðgerða í þágu fyrirtækja. Áður hefur nefndin skilað skýrslum um fjárhagslega endurskipulagningu minni og meðalstórra fyrirtækja og framkvæmd hvað varðar einstaklinga.  

Samkvæmt skýrslunni er það niðurstaða nefndarinnar að framkvæmd fjárhagslegrar endurskipulagningar fyrirtækja sem skulda milljarð og meira hjá fjármálafyrirtækjum hafi að meginstefnu til verið í samræmi við lög og reglur en einstök frávik hafi fundist varðandi mat á eigna- og rekstrarvirði og meðhöndlun sjálfskuldarábyrgða.


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta