Hoppa yfir valmynd
12. september 2014 Forsætisráðuneytið

Stjórnarskrárnefnd kallar eftir athugasemdum við fyrstu áfangaskýrslu

Stjórnarskrárnefnd gaf út sína fyrstu áfangaskýrslu í júní síðastliðnum, í þeim tilgangi að skapa forsendur fyrir samráði og frekari faglegri greiningu áður en lengra er haldið. Gefinn var athugasemdafrestur til 1. október. Þau málefni sem í upphafi nefndarstarfsins voru sett í forgang og fjallað er um í þessari fyrstu áfangaskýrslu eru eftirfarandi: 

  • Þjóðaratkvæðagreiðslur á grundvelli undirskrifta
  • Framsal valdheimilda í þágu alþjóðasamvinnu
  • Auðlindir 
  • Umhverfisvernd

Stjórnarskrárnefnd var skipuð af forsætisráðherra 6. nóvember 2013, í samræmi við samkomulag allra þingflokka. Hlutverk nefndarinnar er að leggja til breytingar á stjórnarskránni, með hliðsjón af þeirri vinnu sem farið hefur fram á undanförnum árum og annarri þróun í stjórnarskrármálum. Stefnt skal að því að vinnu nefndarinnar ljúki tímanlega svo hægt sé að samþykkja frumvarp til breytinga á stjórnarskránni á yfirstandandi kjörtímabili en unnt er að áfangaskipta vinnunni eftir því sem henta þykir. 

Hægt er að senda athugasemdir á netfangið [email protected] (merkt Áfangaskýrsla stjórnarskrárnefndar) og í gegnum vefsvæðið stjornarskra.is. Þar er einnig að finna fundargerðir nefndarinnar og margvíslegar aðrar upplýsingar um málefni stjórnarskrárinnar.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum