Hoppa yfir valmynd
12. desember 2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Svar atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis til umboðsmanns Alþingis vegna fyrirhugaðs flutnings Fiskistofu

Fiskistofa
Fiskistofa

Í kjölfar kvörtunar starfsmanna Fiskistofu til umboðsmanns Alþingis vegna fyrirhugaðs flutnings stofnunarinnar til Akureyrar sendi umboðsmaður bréf til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins þar sem að hann óskar eftir skýringum á tilteknum þáttum vegna athugunar sinnar í tengslum við kvörtunina. 

Ráðuneytið hefur með bréfi dagsettu í dag svarað fyrirspurnum umboðsmanns. Um málið hefur nokkuð verið fjallað í fjölmiðlum og óskað eftir upplýsingum um svarbréfið. Að höfðu samráði við embætti umboðsmanns Alþingis og fulltrúa starfsmanna Fiskistofu birtir ráðuneytið hér svarbréf sitt til umboðsmanns í heild sinni að fylgigögnum málsins undanskildum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira