Hoppa yfir valmynd
24. ágúst 2015 Dómsmálaráðuneytið

Frumvarp til nýrra laga um útlendinga til umsagnar

Þverpólitísk þingmannanefnd um útlendingamál kynnti á fundi í dag í samvinnu við innanríkisráðuneytið drög að lagafrumvarpi til nýrra útlendingalaga. Sjá má frumvarpið hér á vef innanríkisráðuneytisins og verður unnt að veita umsögn um það til og með 7. september næstkomandi. Skulu umsagnir berast á netfangið [email protected] með efnislínunni: Athugasemdir – frumvarp til nýrra laga um útlendinga.

Frumvarpsdrög um útlendingmál voru kynnt í dag.
Frumvarpsdrög um útlendingmál voru kynnt í dag.

Frumvarpsdrögin eru samin af þverpólítískri þingmannanefnd um  útlendingamál. Nefndina leiðir ÓttÓttarr Proppé stýrði kynningarfundinum.arr Proppé alþingismaður en auk hans sitja í henni alþingismennirnir Birgitta Jónsdóttir, Líneik Anna Sævarsdóttir, Svandís Svavarsdóttir, Unnur Brá Konráðsdóttir og Össur Skarphéðinsson. Ásamt þeim sat í nefndinni fulltrúi félags- og húsnæðismálaráðherra, Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir. Með nefndinni hafa starfað Erna Kristín Blöndal og Íris Björg Kristjánsdóttir, sérfræðingar í innanríkisráðuneytinu, Sigurbjörg Rut Hoffritz, lögfræðingur hjá Útlendingastofnun, auk sérfræðinga velferðarráðuneytisins, Útlendingastofnunar og Vinnumálastofnunar.

Frumvarpið felur í sér heildarendurskoðun á núgildandi lögum um útlendinga nr. 96/2002. Áætlað er að leggja frumvarpið fram á komandi haustþingi. Fundurinn er liður í víðtæku samráði sem átt hefur sér stað undanfarin misseri og hefur þingmannanefndin átt samstarf við fjölda aðila um verkefnið. Óttarr Proppé, formaður nefndarinnar, stýrði fundinum og Erna Kristín Blöndal og Íris Björg Kristjánsdóttir, sérfræðingar í innanríkisráðuneytinu, greindu frá helstu atriðum frumvarpsins.

Frá fundi um kynningu á frumvarpsdrögunum um útlendingamál.

Á síðasta kjörtímabili var lagt fram á Alþingi frumvarp til nýrra útlendingalaga sem ekki náði fram að ganga. Þingmannanefndin hefur haft það frumvarp til hliðsjónar í vinnu sinni. Jafnframt lagði þáverandi innanríkisráðherra fram frumvarp vorið 2014 sem samþykkt var á Alþingi um málefni útlendinga. Með þeim lögum var m.a. komið á fót sjálfstæðri kærunefnd útlendingamála.

Þingmannanefndin hefur haft það að leiðarljósi að bæta enn frekar íslenska löggjöf um útlendinga í samráði við helstu sérfræðinga á sviðinu, háskólasamfélagið og sjálfa notendur kerfisins. Fjölmargir aðilar, stofnanir, hagsmunasamtök og mannréttindasamtök hafa komið að undirbúningi frumvarpsins. Megintilgangur þess er að tryggja að mannúð og skilvirkni ríki við meðferð stjórnvalda í málefnum útlendinga hér á landi, koma til móts við auknar kröfur um samkeppnishæfni Íslands og sjá til þess að íslensk löggjöf sé leiðandi í málum er varða mannréttindi og aðrar alþjóðlegar og evrópskar skuldbindingar. 

Helstu nýmæli frumvarps þessa eru eftirfarandi:

  • Uppsetningu kafla og ákvæða breytt með það að markmiði að gera lögin aðgengilegri og ákvæði laganna sett fram á einfaldari hátt með orðskýringum.
  • Hlutverk stjórnvalda sem tengjast málaflokknum eru skilgreind.
  • Stuðlað að samræmingu á milli laga um útlendinga og laga um atvinnuréttindi útlendinga.
  • Dvalarleyfaflokkum breytt og skilyrði dvalarleyfa einfölduð þar sem t.d. er lögð áhersla á að koma til móts við aðstæður atvinnulífsins og vinnumarkaðar og háskóla- og vísindasamfélagsins.
  • Lagðar til ýmsar breytingar  á réttindum og réttindasöfnun sem fylgja dvalarleyfum.
  • Sérstakur kafli um dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar.
  • Öll samskipti útlendinga við íslensk stjórnvöld á grundvelli laganna fari í gegnum eina stofnun, Útlendingastofnun. Sama gildir um kærumál sem munu öll berast til kærunefndar útlendingamála.
  • Áhersla á réttindi barna og umbætur m.a. með sértækum ákvæðum um réttindi barna í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar, skilgreiningu á því hvað er barni fyrir bestu, réttur barna til að umgangast foreldra sína, reynt er að tryggja börnum vernd, m.a. með skipun hagsmunagæslumanns auk þess sem reglur um aldursgreiningu og vegna fylgdarlausra barna eru endurskoðaðar.
  • Kaflar um alþjóðlega vernd hafa verið endurskoðaðir og uppfærðir í samræmi við alþjóðlega, evrópska og norræna þróun og aukna kröfu um mannúð og skilvirkni í málsmeðferð og þjónustu.
  • Ýmsar breytingar eiga að stuðla að því að íslensk stjórnvöld uppfylli alþjóðlegar skuldbindingar sínar með því að koma ákvæðum tiltekinna samninga til framkvæmda á Íslandi.
  • Lagt er til að hugtökin „alþjóðleg vernd“ og „umsækjandi um alþjóðlega vernd“ verði tekin upp í staðinn fyrir „hæli“ og „hælisleitandi“.
  • Ákvæði um móttökumiðstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd og eftir atvikum útlendinga í ólögmætri dvöl eða mansalsfórnarlömb sem stuðla á að aukinni skilvirkni og öryggi og tryggja hagsmuni og mannréttindi umsækjenda um alþjóðlega vernd sem og annarra.
  • Takmarkað hvenær refsa má umsækjendum um alþjóðlega vernd vegna ólöglegrar komu og/eða falsaðra skilríkja.
  • Ákvæði um ríkisfangsleysi sem tryggja á sjálfstæðan rétt ríkisfangslausra einstaklinga til alþjóðlegrar verndar. Liður í að innleiða samning um réttarstöðu ríkisfangslausra einstaklinga frá 1954 og samning um að draga úr ríkisfangsleysi frá 1961.
  • Lagt er til að réttaráhrifum verði sjálfkrafa frestað í öllum málum um alþjóðlega vernd þar sem niðurstaða Útlendingastofnunar hefur verið kærð til kærunefndar útlendingamála þar til niðurstaða liggur fyrir á æðra stjórnsýslustigi.
  • Helstu íþyngjandi úrræði sem stjórnvöld geta beitt til að tryggja framkvæmd og markmið laganna hafa verið sett í einn kafla og ákvæði þeirra verið gerð skýrari til þess að tryggja aukið gegnsæi og réttaröryggi.

Hér að neðan má sjá frumvarpsdrögin, athugasemdir og greinargerð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum