Hoppa yfir valmynd
8. desember 2015 Félagsmálaráðuneytið

Styrkir til nýsköpunarverkefna í velferðarþjónustu

Sólfar
Sólfar

Velferðarráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki til nýsköpunarverkefna á sviði velferðarþjónustu sveitarfélaga. Þetta er gert á á grundvelli framkvæmdaáætlunar í málefnum fatlaðs fatlaðs fólks og í samræmi við stefnumótun á sviði nýsköpunar og tækni í velferðarþjónustu sem unnið hefur verið að af nefnd á vegum félags- og húsnæðismálaráðherra.

Tilgangur styrkveitinganna er að stuðla að nýsköpun og frumkvöðlahugsun þar sem leitað er nýrra leiða til að auka lífsgæði notenda velferðarþjónustunnar í nútíð og framtíð. Umsækjendur skulu vera sveitarfélög, stofnanir þeirra og aðrir sem annast velferðarþjónustu sveitarfélaga. Umsóknir skulu taka mið af stefnumótun á sviði nýsköpunar og tækni í velferðarþjónustu sem birt er í meðfylgjandi skýrslu velferðarráðuneytisins.

Æskilegt er að fleiri aðilar, t.d. frá ólíkum stöðum á landinu, geti átt samvinnu um verkefni sem sótt er um styrk til. Jafnframt er æskilegt að í verkefnunum sé gert ráð fyrir að leitað verði samstarfs við  háskóla og atvinnufyrirtæki á almennum og opinberum markaði.

Umsóknarfrestur er til kl. 16:00 þann 30. desember 2015.

Ákvörðun um úthlutun styrkja til nýsköpunar á sviði velferðarþjónustu byggist á þeirri áherslu sem mörkuð hefur verið um stuðning við nýsköpun á sveitarfélagastigi, sbr. áherslusvið 1.2 í skýrslu ráðuneytisins.

Þeir umsækjendur sem hljóta styrk munu njóta sérstakrar leiðsagnar um gerð nýsköpunaráætlana eins og fjallað er um í fyrrnefndri skýrslu undir áherslusviði 1.4.

Umsækjendur skulu sækja um styrk á rafrænu formi á eyðublaðavef Stjórnarráðsins sem er aðgengilegt hér: https://minarsidur.stjr.is 

Innskráning á mínar síður - þrjár leiðir:

  1. Auðkenning með rafrænum skilríkjum á vef Island.is
  2. Auðkenning með Íslykli á vef Island.is
  3. Notandi velur flipann Nýskráning og skráir sig á vefinn á kennitölu sinni, gefur upp fullt nafn, heimilisfang og netfang og ákveður síðan lykilorð.

Hafi notandi sótt um áður á Mínum síðum velur hann flipann Innskráning og skráir sig inn með einhverri ofangreindra aðferða.

Nánari upplýsingar veitir Þór Garðar Þórarinsson, sérfræðingur í velferðarráðuneytinu, í síma  545 8100

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira