Hoppa yfir valmynd
10. desember 2015 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Drög að lagabreytingu til að tryggja betri rétt neytenda til umsagnar

Drög að lagafrumvarpi til breytinga á ýmsum lögum sem tryggja eiga betur rétt neytenda er nú til umsagnar hjá innanríkisráðuneytinu. Fyrirhuguð breyting er vegna innleiðingar tilskipana Evrópusambandsins er varða lausn ágreinings milli neytenda og seljenda vöru og þjónustu. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir til og með 31. desember næstkomandi og skulu þær berast á netfangið [email protected].

Markmið tilskipunar og reglugerðar sem lagt er til að verði innleidd með frumvarpinu er að samræma reglur aðildarríkja EES um neytendavernd og skyldu aðildarríkjanna til að hafa starfandi úrskurðaraðila á sviði neytendamála utan dómstóla. Þannig varðar frumvarpið breytingar á lögum um lausafjárkaup, nr. 51/2000 með síðari breytingum, lögum um þjónustukaup, nr. 42/2000 með síðari breytingum og lögum um neytendakaup, nr. 4872003 með síðari breytingum. Snýr meginefni frumvarpsdraganna að því hvernig fara á með lausn deilumála neytenda og seljenda vöru og þjónustu utan dómstóla, svo og um lausn deilumála með rafrænni málsmeðferð á netinu. Breytingunni er ætlað að tryggja betri hag neytenda og auðvelda þeim að fá lausn mála sinna utan dómstóla.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira