Hoppa yfir valmynd
16. desember 2015 Dómsmálaráðuneytið

Drög að breytingum á lögum um meðferð einkamála til umsagnar

Drög að frumvarpi til breytinga á lögum um meðferð einkamála er varða meðferð gjafsóknarmála eru nú til umsagnar hjá innanríkisráðuneytinu. Unnt er að senda ráðuneytinu athugasemdir til og með 12. janúar 2016 og skulu þær sendar á netfangið [email protected].

Lagabreytingin felst meðal annars í því að framvegis verði sýslumanni falið að ákveða hvort gjafsókn verður veitt eða henni synjað en í núgildandi lögum er þetta hlutverk hjá ráðuneytinu.

Önnur helstu atriði frumvarpsins eru eftirfarandi:

  • Verkefni gjafsóknarnefndar verður breytt úr því að veita ráðuneytinu bindandi umsögn um gjafsókn í að taka til meðferðar kærur vegna ákvarðana sýslumanns um gjafsókn.
  • Skilyrðum fyrir gjafsókn verður breytt og áhersla lögð á að gjafsókn sé fyrir einstaklinga sem ekki hafa ráð á að kosta málssókn sína sjálfir. Jafnframt þessum breytingum verði viðmiðunarfjárhæð tekna hækkuð frá því sem nú er en kveðið er á um hana í reglugerð.
  • Dómstólum verður falið að taka ákvörðun um allan málskostnað í gjafsóknarmáli í stað þess að taka eingöngu ákvörðun um lögmannsþóknun gjafsóknarhafa.

- Drög að lagafrumvarpi um breytingu á lögum um meðferð einkamála nr. 91/1991 með síðari breytingum (gjafsókn)

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira