Hoppa yfir valmynd
28. mars 2018 Heilbrigðisráðuneytið

Heilbrigðisráðherra úthlutar rúmlega 96 milljónum til lýðheilsu- og forvarnaverkefna

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra - mynd

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra úthlutaði í dag rúmlega níutíu og sex milljónum króna í styrki úr Lýðheilsusjóði til 169 verkefna og rannsókna. Lýðheilsusjóður hefur það hlutverk að stuðla að heilsueflingu og forvörnum ásamt því að styrkja lýðheilsustarf um land allt. Í dag var styrkjum úthlutað til fjölbreytta verkefna á sviði geðræktar, næringar, hreyfingar og tannverndar auk áfengis-, vímu- og tóbaksvarna. Sjá lista yfir verkefni og styrkþega.

Við auglýsingu eftir umsóknum árið 2018 var m.a. lögð áhersla á aðgerðir til eflingar geðheilsu, árangursríkar áfengis-, vímu- og tóbaksvarnir, árangursríkar forvarnir sem tengjast kynheilbrigði, aðgerðir sem miða að heilbrigðu mataræði, svefni og hreyfingu, verkefni sem beinast að minnihlutahópum til að stuðla að jöfnuði til heilsu og verkefni sem tengjast nýsköpun á sviði forvarna og heilsueflingar. Ráðherra úthlutaði styrkjunum að fengnum tillögum stjórnar Lýðheilsusjóðs sem mat umsóknir út frá því hvernig þær féllu að hlutverki sjóðsins sem er skilgreint í lögum um landlækni og lýðheilsu, nr. 41/2007 og lýðheilsustefnu velferðarráðuneytisins

Athöfnin hófst með ávarpi Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra, þá voru kynnt verkefni á vegum KFUM og KFUK sem hlotið hafa styrk úr Lýðheilsusjóði og Kristín Heimisdóttir formaður Lýðheilsusjóðs flutti ávarp.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum