Hoppa yfir valmynd
11. desember 2018 Forsætisráðuneytið

Ríkisstjórnin afgreiðir frumvarp um tjáningarfrelsi og þagnarskyldu opinberra starfsmanna

Ríkisstjórnin hefur samþykkt að leggja fyrir Alþingi frumvarp forsætisráðherra um breytingu á stjórnsýslulögum, nr. 37/1993, um tjáningarfrelsi og þagnarskyldu opinberra starfsmanna. 

Með frumvarpinu er lagt til að nýr kafli bætist við stjórnsýslulög þar sem lögfest verði ákvæði um að opinberir starfsmenn hafi að meginreglu frelsi til að tjá sig opinberlega um atriði er tengjast starfi þeirra, svo fremi sem þagnarskylda eða trúnaðarskyldur standi því ekki í vegi.

Þá er nánar kveðið á um inntak þagnarskyldu með það að markmiði að skýrara verði hvenær opinberir starfsmenn mega tjá sig og hvenær ekki. Loks er lagt til að þagnarskylduákvæðum rúmlega 80 lagabálka verði breytt þannig að þau vísi til þessa nýja kafla stjórnsýslulaganna og þannig lagður grundvöllur að meiri lagaeiningu og fyrirsjáanleika um beitingu þagnarskylduákvæða í íslenskum rétti.

Frumvarpið er meðal afurða nefndar forsætisráðherra um umbætur á löggjöf á sviði tjáningar-, fjölmiðla- og upplýsingafrelsis, http://www.stjornarradid.is/raduneyti/nefndir/tjaningarfrelsi, sem vann frekar með eldri frumvarpsdrög sem Páli Hreinssyni, forseti EFTA-dómstólsins í Lúxemborg var falið að semja í kjölfar þingsályktunar nr. 23/138 um að Ísland skapi sér afgerandi lagalega sérstöðu á sviðinu.


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira