Hoppa yfir valmynd
4. janúar 2019 Heilbrigðisráðuneytið

Álit væntanlegt frá ráðgjafanefnd um blóðgjafaþjónustu

Ráðgjafanefnd um fagleg málefni í blóðbankaþjónustu mun í kjölfar fundar 17. janúar næstkomandi, skila Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra afstöðu sinni til þess hvort slaka beri á þeim reglum sem gilda hér á landi um blóðgjafir samkynhneigðra karlmanna. Málið hefur verið til umfjöllunar hjá fagráðinu að ósk ráðherra.

Ráðgjafanefndin starfar á grundvelli reglugerðar um söfnun, meðferð, varðveislu og dreifingu blóðs, nr. 441/2006. Hlutverk nefndarinnar er að vera heilbrigðisyfirvöldum, Landspítala og blóðbanka til ráðuneytis um hvaðeina er lýtur að faglegum þáttum og öryggissjónarmiðum blóðbankaþjónustunnar. Heilbrigðisráðherra skipaði nefndina 15. október síðastliðinn. Formaður nefndarinnar er Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga. Fljótlega eftir skipun ráðgjafanefndarinnar fór ráðherra þess á leit að hún myndi taka til umfjöllunar hvort slaka beri á gildandi reglum um blóðgjafir samkynhneigðra karlmanna líkt og ýmsar þjóðir hafa gert, meðal annars grannþjóðir á Norðurlöndunum. Einnig óskaði ráðherra eftir áliti nefndarinnar á því hvaða ráðstafanir séu nauðsynlegar til að tryggja öryggi blóðþega verði bann við blóðgjöfum samkynhneigðra karlmanna afnumið.

 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira