Hoppa yfir valmynd
4. júlí 2019 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Umsóknir um störf hjá ríkinu

Fjármála- og efnahagsráðuneytið í samstarfi við Fjársýslu ríkisins og nokkrar stofnanir fór í endurbætur á umsóknarsíðu um laus störf hjá ríkinu. Síðan hefur verið aðlöguð snjalltækjum og boðið er upp á að velja á milli íslensku og ensku þegar umsóknir eru fylltar út í gegnum ráðningarkerfi ríkisins, m.a. á Starfatorgi. Umsækjendur geta nú einnig tengst umsóknarsíðunni í gegnum Island.is, þ.e. með Íslykli eða rafrænum skilríkjum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira