Hoppa yfir valmynd
19. september 2019 Forsætisráðuneytið, Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Forsætisráðherra afhenti Ian McEwan bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness í fyrsta sinn

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, ásamt Ian McEwan - mynd

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, afhenti Ian McEwan bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness í fyrsta sinn í Veröld, húsi Vigdísar í dag. Forsætisráðherra tilkynnti um verðlaunin í apríl sl. á Bókmenntahátíð í Reykjavík

Forsætisráðuneytið, mennta- og menningarmálarráðuneytið, Íslandsstofa, Bókmenntahátíð í Reykjavík, Forlagið, sem er útgefandi verka Halldórs Laxness, og Gljúfrasteinn standa að hinum alþjóðlegu bókmenntaverðlaunum. Tilefnið er ekki síst það að hundrað ár eru nú liðin frá því að Halldór Laxness gaf út sína fyrstu skáldsögu, Barn náttúrunnar.

Verðlaunin eru veitt virtum erlendum rithöfundi fyrir endurnýjun sagnalistar nú fyrst árið 2019 en síðan annað hvert ár eða árin 2021, 2023, 2025 og 2027.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira