Hoppa yfir valmynd
19. september 2019 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Fyrsta heildstæða stefna ríkisins fyrir stjórnendur kynnt

Stjórnendastefna ríkisins, fyrsta heildstæða stefnan um starfsumhverfi forstöðumanna ríkisstofnana, var kynnt í dag. Stefnan er liður í því að efla stjórnun hjá ríkinu og bæta opinbera þjónustu í samræmi við áherslur um aukinn árangur í rekstri ríkisins.

Í stefnunni er fjallað um starfsumhverfi forstöðumanna ríkisstofnana, ráðuneytisstjóra og annarra stjórnenda hjá ríkinu. Þar er fjallað um hvaða hæfni, þekkingu og eiginleika stjórnendur þurfa að bera og hvernig ríkið ætlar að styðja þá til að ná góðum árangri. 

„Stefnan er liður í því að efla stjórnun, vinna að betri og öflugri þjónustu við samfélagið og bæta lífskjör í landinu,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sem kynnti stefnuna á fundinum.

Auk þess fluttu erindi á fundinum Árelía Eydís Guðmundsdóttir, dósent við HÍ, sem rýndi í stefnuna og tengdi við leiðtogafræði og Skúli Eggert Þórðarson, ríkisendurskoðandi sem ræddi leiðir að árangri í stjórnun ríkisstofnana.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra um nýja stjórnendastefnu ríkisins

Margrét Hauksdóttir, formaður Félags forstöðumanna ríkisstofnana um stjórnendastefnuna

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum