Hoppa yfir valmynd
7. nóvember 2019 Félagsmálaráðuneytið

Beint streymi: Norræn ráðstefna um nýjar áskoranir á vinnumarkaði og í vinnuumhverfinu

Norræn ráðstefna um nýjar áskoranir á vinnumarkaði og í vinnuumhverfinu fer nú fram á Grand Hótel undir yfirskriftinni „The Working Conditions of Tomorrow.“

Á ráðstefnunni er fjallað um:

  • breytingar á vinnumarkaði sem geta haft áhrif á vinnuumhverfi framtíðarinnar og starfsaðstæður

  • hvernig hægt er að skapa góða vinnustaði sem stuðla að heilsu, öryggi og réttindum starfsfólks

  • skipulegt samstarf þvert á landamæri og innanlands til þess að uppræta félagsleg undirboð og brotastarfsemi

Fyrirlesarar eru norrænir sérfræðingar í vinnuumhverfis-/vinnumarkaðsmálum og opinberum innkaupum sem og innlendir fyrirlesarar frá fyrirtækjum og stofnunum. Í lok
ráðstefnunnar verður pallborð með þátttöku aðila vinnumarkaðarins og annarra sérfræðinga.

Hér má nálgast dagskrá. Fullt er á ráðstefnuna en hægt er að fylgjast með beinu streymi á vef Vinnueftirlitsins.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira