Hoppa yfir valmynd
6. maí 2020 Dómsmálaráðuneytið

Dómnefnd um hæfni dómara skilar umsögn um umsækjendur um embætti hæstaréttardómara

Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara hefur skilað umsögn sinni um umsækjendur um embætti dómara við Hæstarétt Íslands sem auglýst var laust til umsóknar 28. febrúar síðastliðinn. Umsóknarfrestur var til 16. mars og bárust upphaflega fimm umsóknir en tveir umsækjendur drógu umsókn sína síðar til baka. Niðurstaða dómnefndar er að Sigurður Tómas Magnússon, dómari við Landsrétt, sé hæfastur umsækjenda til hljóta skipun í embætti dómara við Hæstarétt Íslands.

Dómnefndina skipuðu: Eiríkur Tómasson, formaður, Halldór Halldórsson, Óskar Sigurðsson, Sigríður Þorgeirsdóttir og Valtýr Sigurðsson.

Umsögnina má lesa á síðu dómnefndarinnar

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira