Hoppa yfir valmynd
18. september 2020 Utanríkisráðuneytið

Alþjóðlegur jafnlaunadagur haldinn í fyrsta sinn

Alþjóðlegur jafnlaunadagur haldinn í fyrsta sinn - myndChevanon Photography / Pexels

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra hvatti alþjóðasamfélagið til að leita leiða og úrræða sem stuðla að jafnrétti kynjanna í grein á vef alþjóðasamtakanna Women Political Leaders. Fyrsti alþjóðlegi jafnlaunadagurinn var haldinn í dag. 

Mannréttindanefnd allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna samþykkti í nóvember í fyrra ályktun að alþjóðlegur jafnlaunadagur yrði eftirleiðis haldinn 18. september ár hvert. Ísland var í forystu fyrir ályktununinni en að auki stóðu sjö önnur ríki að henni sem öll eru hluti að af EPIC, alþjóðlegum samtökum ríkja um að tryggja jöfn laun (e. Equal Pay International Coalition). Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna hafði áður samþykkt ályktun Íslands og fleiri ríkja um jöfn laun þar sem meðal annars var kveðið á um alþjóðlegan jafnlaunadag. 

Markmið alþjóðadagsins er að vekja athygli á aðgerðum sem ráðist hefur verið í og stuðla að jöfnum launum, og hvetja til frekari aðgerða til að ná markmiði um jöfn laun kvenna og karla fyrir jafna vinnu sem áttunda Heimsmarkmið SÞ tekur sérstaklega til.

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra birti í tilefni alþjóðlegs jafnlaunadags hugleiðingu á vef alþjóðasamtakanna Women Political Leaders þar sem hann lét meðal annars í ljós áhyggjur af efnahagslegum áhrifum kórónuveirufaraldursins og að þau gætu orðið sérstaklega neikvæð með tilliti til valdeflingar kvenna. Hann sagði að íslensk stjórnvöld einhuga um að uppræta óleiðréttan launamun kynjanna. „Við viljum ganga á undan með góðu fordæmi og hvetja alþjóðasamfélagið til að leita leiða og úrræða sem stuðla að jafnrétti kynjanna,“ segir í greininni. 

Í ávarpi utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra sem birtist á samfélagsmiðlum í dag áréttaði Guðlaugur Þór að Ísland væri stolt af því að hafa komið að stofnun þessa dags ásamt öðrum ríkjum í alþjóðasamtökum um launajafnrétti. Auk þess veiti dagurinn tækifæri til þess að vekja athygli á mikilvægi þess markmiðs að jöfn laun fyrir jafnverðmæt störf nái fram að ganga.

 

Loks má nefna að í tilefni dagsins stóð EPIC fyrir rafrænu málþingi undir yfirskriftinni Ákall til aðgerða og hófst viðburðurinn á sameiginlegu ávarpi þjóðarleiðtoga þeirra þjóða sem eiga aðild að EPIC, þar á meðal frá Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

 Jafnrétti kynjanna

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira