Hoppa yfir valmynd
23. september 2020 Innviðaráðuneytið

Nýjar skipulagsreglur fyrir Keflavíkurflugvöll taka gildi

Keflavíkurflugvöllur - myndLjósmynd: Isavia

Nýjar skipulagsreglur fyrir Keflavíkurflugvöll hafa verið samþykktar og taka gildi frá og með deginum í dag. Tilgangur þeirra er að tryggja öryggi á og við Keflavíkurflugvöll og hafa að geyma fyrirmæli um starfsemi og starfsheimildir innan flugvallarins, reglur um hindranafleti og fleira. Skipulagsreglurnar eru settar í samræmi við heimild í 59. gr. laga um loftferðir, nr. 60 frá 1998. 

Í reglunum er m.a. að finna fyrirmæli um:

  • Skipulag innan flugvallarsvæðisins.
  • Starfsheimildir og starfsemi þeirra aðila sem starfa innan flugvallarins og umferð innan svæðisins.
  • Svæði utan flugvallar þar sem rétt er að setja takmörkun á hæð mannvirkja og annarra hluta, t.d. húsa, stanga og trjáa, eða takmörkun á meðferð fasteigna eða hlutar, enda séu slíkar kvaðir eða fyrirmæli nauðsynleg í þágu almenns öryggis.
  • Svæði utan flugvallar þar sem rétt er að setja takmörkun á notkun sýnilegra leysigeisla eða sambærilegra ljósa, enda séu slíkar kvaðir eða fyrirmæli nauðsynleg í þágu almenns öryggis.

Með reglunum er hindranafletir vallarins festir í sessi fyrir skipulag með takmörkunum á hæðum húsa, trjáa og annarra mannvirkja á tilteknum svæðum. Skilgreining hindranaflata flugvallarins eru samkvæmt alþjóðlegum skilgreiningum sem Ísland er skuldbundið af og hafa verið innleiddar í íslenskan rétt með lögum nr. 60/1998 um loftferðir og reglugerð 75/2016 um flugvelli.

Uppkast að skipulagsreglunum voru kynntar í samráðsgátt stjórnvalda frá 19. júlí til og með 13. september 2019.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira