Hoppa yfir valmynd
5. október 2020 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Nýjar leiðbeiningar um opinber innkaup: Tækifæri í að nýta innkaupakraft hins opinbera

Ríkið ráðstafar á hverju ári yfir 200 ma. kr. í opinber innkaup, sem eru vörur, margskonar og verklegar framkvæmdir. Sveitarfélög ráðstafa álíka fjárhæð á hverju ári, og aðrir ríkisaðilar sem falla undir lög um opinber innkaup ráðstafa einnig mörgum tugum milljarða í gegnum útboð.

Til mikils er að vinna að nýta innkaup og samvinnu hins opinbera við einkamarkaðinn, ekki síst til að bregðast við núverandi efnahagsástandi. Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur gefið út einfaldar og skýrar leiðbeiningar til innkaupafólks hins opinbera.

„Mikil tækifæri felast í því að nýta innkaupakraft hins opinbera og að gera betur í opinberri þjónustu. Á þessum tímum þurfum við að byggja ofan á fyrri innkaupaverkefni og styrkja enn frekar hagkvæm opinber innkaup með því að veita skýrar og einfaldar leiðbeiningar. Þær gera opinberum aðilum kleift að eiga sem best samstarf við einkamarkaðinn, virkja samkeppnina öllum til hagsbóta og stytta tíma frá ákvörðun til árangursríkra framkvæmda“ sagði Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.

„Leiðbeiningarnar eru skyldulesning fyrir alla sem vinna við opinber innkaup og nýtast vel dagsdaglega, bæði sem uppflettirit og sem leiðbeiningar um hvernig hefja eigi undirbúning að innkaupum. Skýrar, einfaldar og á mannamáli.“ segir Bryndís Gunnlaugsdóttir hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum