Hoppa yfir valmynd
30. júní 2021 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherrar Íslands og Finnlands funduðu í París ​

Katrín Jakobsdóttir og Sanna Marin. - mynd

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra átti í dag fund með Sönnu Marin, forsætisráðherra Finnlands, en þær eru staddar í París á ráðstefnu á vegum franskra stjórnvalda um verkefnið Kynslóð jafnréttis.

Á fundi sínum ræddu forsætisráðherrarnir tvíhliða samskipti Íslands og Finnlands en á næsta ári verða liðin 75 ár frá því að löndin tóku upp stjórnmálasamband. Þær ræddu einnig um aukið samstarf landanna, m.a. í tengslum við nýsköpun. Þá fóru þær yfir stöðuna í baráttunni gegn COVID-19 og ræddu um efnahagsmál.

Þá sat forsætisráðherra Íslands opnunarviðburð Kynslóðar jafnréttis.

 

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ásamt Emmanuel Macron, forseta Frakklands, og Phumzile Mlambo-Ngcuka, framkvæmdastýru UN Women.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ásamt Emmanuel Macron, forseta Frakklands, og Phumzile Mlambo-Ngcuka, framkvæmdastýru UN Women, á opnunarviðburði Kynslóðar jafnréttis í dag.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum