Hoppa yfir valmynd
9. júlí 2021 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Úthlutun styrkja til að efla hringrásarhagkerfið

Umhverfis- og auðlindaráðherra kynnti í dag 31 verkefni sem fá úthlutun úr sjóði vegna styrkja til verkefna sem stuðla að eflingu hringrásarhagkerfis á Íslandi og eru hæstu styrkir sem veittir eru til einstakra verkefna 20 milljónir króna.  

Verkefnin eru af margvíslegum toga, fjölbreytt og til marks um mikinn áhuga á hringrásarhagkerfinu um allt land. Heildarstyrkupphæð er 230 milljónir króna, þar af voru 30 milljónir króna sérmerktar nýsköpunarverkefnum.

Markmið með styrkveitingunum er að:

a) Efla úrgangsforvarnir á Íslandi, s.s. til að draga úr myndun úrgangs.

b) Bæta flokkun úrgangs hér á landi.

c) Efla tækifæri til endurvinnslu úrgangs sem næst upprunastað.

d) Stuðla að aukinni endurvinnslu og annarri endurnýtingu úrgangs sem fellur til hér á landi.

e) Efla tækifæri til nýsköpunar og þróunar á búnaði sem dregur úr magni úrgangs eða auðveldar flokkun, endurvinnslu og aðra endurnýtingu úrgangs.

Styrkveitingunum er ætlað að styðja við nauðsynlega uppbyggingu innviða hringrásarhagkerfisins á Íslandi og nýsköpun og þróun sem stuðlað getur að innleiðingu þess hérlendis. Styrkirnir eru veittir hvort tveggja til nýsköpunar og þróunar á nýrri tækni og til innleiðingar á tækni sem þegar er þekkt. Þeir eru veittir á grundvelli stefnumótunar umhverfis- og auðlindaráðherra og aðgerðaáætlana er varða úrgangsforvarnir og meðhöndlun úrgangs.

Styrkirnir voru auglýstir í mars 2021 og bárust ráðuneytinu alls 54 umsóknir og var heildarupphæð umsókna  917 milljónir króna.  Matshópur fór yfir allar umsóknir og gerði í kjölfarið tillögur til ráðherra um veitingu styrkja.

Eftirtalin verkefni hlutu styrk  vegna uppbyggingar innviða hringrásarhagkerfisins:

Umsækjandi Heiti verkefnis Styrkupphæð
Loftkastalinn ehf. Rusl í gull. Flokkun, endurnýting og vinnslutækni 20.000.000 kr
Austurbrú Efling hringrásarhagkerfisins á Austurlandi - 5.000.000 kr
Bláskógabyggð Grenndarstöðvar við frístundabyggðir í Bláskógabyggð 4.000.000 kr
Borgarbyggð Söfnun brotajárns í dreifbýli í Borgarbyggð 6.00.000 kr
Borgarbyggð Bætt úrgangsþjónusta við frístundahús í Borgarbyggð 4.000.000 kr
Gefn ehf. Græn efnavara úr úrgangi og útblæstri 15.000.000 kr
Geotækni ehf Ánaburður 10.000.000 kr
Græn leið ehf Frú Norma - Lifandi mold 10.000.000 kr
Humble ehf. Humble - eldhús 15.000.000 kr
Hveragerðisbær Hringrásarhagkerfið í Hveragerði - bættir inniviðir 3.200.000 kr
Pure North Recycling Hey! Rúlluplast - hringrás plasts í landbúnaði á Íslandi 12.500.000 kr
Pure North Recycling Bakki í borð - verðmætasköpun úr blönduðum plastúrgangi 11.000.000 kr
Reykjavik Tool Library Hringrásarsafn 10.000.000 kr
Samtök sunnlenskra sveitarfélaga Úrgangstorg - vefgátt um úrgangsmál sveitarfélaga á Íslandi 5.000.000 kr
Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra Hagkvæmnimat fyrir samþættingu hátækniúrgangsvinnslu í Líforkuveri 5.000.000 kr
Skútustaðahreppur AUÐGANGUR - Hugarfar skapar hagkerfi 5.000.000 kr
Spjarasafnið ehf. Spjara/stafræn fataleiga 6.400.000 kr
Svartárkotsbúið Lífbærni - lífræn leið til sjálfbærni 10.000.000 kr
Sveitarfélagið Hornafjörður Nytjasmiðja Hornafjarðar – regnhlíf hringrásarhagkerfis í Hornafirði 5.000.000 kr
Terra Hvað fer hvert? 6.000.000 kr
Urta Islandica/Matarbúðin Nándin Matarbúðin Nándin - Hringrásarhagkerfi (umbúða) 12.300.000 kr
Verkís hf. Sjálfbær stýring jarðefnaflutninga á höfuðborgarsvæðinu 5.000.000 kr
VSÓ Ráðgjöf Hringrásarhús 20.000.000 kr
200.000.000 kr

Eftirfarandi verkefni hlutu nýsköpunarstyrk:

Nafn umsækjanda Heiti verkefnis Upphæð
Fræ til framtíðar SnjallRæktun 1.700.000 kr
XYZ Prent ehf. Þrívíddarprentun í stórum stærðum með endurunnu Íslensku plasti. 3.000.000 kr
Plastgarðar Hey!Rúlla, margnota heyrúllupokar 6.100.000 kr
Veitur ohf. Endurnýting sands úr skólphreinsun 5.000.000 kr
Jorth ehf Broddmjólk frá förgun til framleiðslu 6.100.000 kr
Vistorka ehf. Leifur Arnar - minni matarsóun 1.000.000 kr
Bone & Marrow Hringrásarhagkerfið og landbúnaður Fullnýting hliðarafurða 2.700.000 kr
Colas Ísland Aukning á endurunnu malbiki í slitlög. 4.400.000 kr
30.000.000 kr

 

Í átt að hringrásarhagkerfi 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum