Hoppa yfir valmynd
19. ágúst 2021 Heilbrigðisráðuneytið

Beint streymi frá heilbrigðisþingi, föstudag 20. ágúst kl. 9-16

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra - mynd

Framtíðarsýn um heilbrigðisþjónustu við aldraða verður meginefni heilbrigðisþingsins föstudaginn 20. ágúst sem hefst kl. 9.00 með ávarpi Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Fólk er hvatt til að fylgjast með áhugaverðu þingi í beinu streymi og taka virkan þátt í gegnum forritið Slido. Streymt er á vefnum www.heilbrigdisthing.isÞar eru nánari upplýsingar um efni þingsins, m.a. um gestafyrirlesarann Dr. Samir Sinha öldrunarlækni sem er eftirsóttur víða um lönd sem sérfræðingur í stefnumótun innan heilbrigðiskerfa og á sviði þjónustu við aldraða. 

Upplýsingar um notkun forritsins Slido eru á vef þingsins.

Myndin af dagskrá þingsins stækkar þegar smellt er á hana.

  • Dagskrá heilbrigðisþings

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira