Hoppa yfir valmynd
21. september 2021 Dómsmálaráðuneytið

Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara skilar umsögn um umsækjendur um tvö embætti héraðsdómara

Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara hefur skilað umsögn sinni um umsækjendur um skipun í tvö embætti dómara sem munu hafa fyrstu starfstöðvar við Héraðsdóm Reykjavíkur annars vegar og Héraðsdóm Reykjaness hins vegar, sem auglýst voru laus til umsóknar þann 9. júlí 2021. Alls bárust átta umsóknir um fyrrnefnda embættið en sjö umsóknir um hið síðarnefnda.

Niðurstaða dómnefndar er að Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður, sé hæfust umsækjenda til að hljóta skipun í embætti dómara með fyrsta starfsvettvang við Héraðsdóm Reykjavíkur. Það er jafnframt niðurstaða dómnefndar að María Thejll, lögmaður, sé hæfust umsækjenda til að hljóta skipun í embætti dómara með fyrsta starfsvettvang við Héraðsdóm Reykjaness.
Dómnefndina skipuðu: Eiríkur Tómasson, formaður, Kristín Benediktsdóttir, Óskar Sigurðsson, Ragnheiður Harðardóttir og Sigríður Þorgeirsdóttir.

Umsögn dómnefndar um umsækjendur

Dómnefnd til að fjalla um hæfni umsækjenda um embætti dómara

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira