Hoppa yfir valmynd
13. desember 2021 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Farsæld byggð á hugviti og sköpunarkrafti

Lilja Dögg ávarpaði fundinn í morgun - mynd

Lilja Alfreðsdóttir, ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra, ávarpaði ráðherrafund Menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) um hlutverk og mikilvægi menningarstefna í dag.

„Á þessum tímum hefur mikilvægi þess að stuðla að seiglu og krafti menningarlífs og skapandi greina orðið æ ljósara. Áhrif heimsfaraldursins hafa afhjúpað bæði styrk- og veikleika kerfanna okkar og samspil þeirra. Íslensk stjórnvöld eru meðvituð um mikilvægi þess að fjárfesta í menningu og skapandi greinum, ekki síst nú þegar við vinnum okkur út úr eftirköstum heimsfaraldurs. Fjárfesting í menningu og skapandi greinum er fjárfesting í fólki; hugviti, mannauði og sköpunarkrafti og með henni stuðlum við að farsæld og sjálfbærni til framtíðar,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra.

Fundurinn er liður í undirbúningi fyrir ráðstefnu UNESCO um samhengi menningarstefna og sjálfbærrar þróunar sem fara mun fram í Mexíkó á næsta ári.

Meðal
aðgerða stjórnvalda til að efla skapandi greinar er samkomulag um markvissa kynningu á íslenskri menningu og list á erlendum vettvangi og nýtt Rannsóknasetur skapandi greina sem stafrækt verður við Háskólann á Bifröst. Þá er unnið eftir aðgerðaáætluninni Menningarsókn, sem byggir á gildandi menningarstefnu.

 

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

9. Nýsköpun og uppbygging
4. Menntun fyrir alla
17. Samvinna um markmiðin

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira