Hoppa yfir valmynd
13. júlí 2022 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Lind Draumland Völundardóttir er nýr skólameistari Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur skipað Lind Draumland Völundardóttur í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu til fimm ára frá 1. ágúst.

Lind Draumland Völundardóttir hefur starfað sem verkefnastjóri félagslífs hjá Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu frá 2018 og m.a. unnið þar að mótun lista- og menningarsviðs skólans. Hún hefur kennslureynslu bæði á grunnskóla- og framhaldsskólastigi, samanlagt um 9 ár. Lind var forstöðumaður búningadeildar Íslensku Óperunnar 2011–2015.

Lind er með M.A. í menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst, M.Ed. í kennslufræði frá Háskóla Íslands og kennsluréttindi frá Háskóla Íslands, auk diplómu í jákvæðri sálfræði frá Endurmenntun Háskóla Íslands. Þá hefur hún einnig lokið markþjálfun ACSTH frá Profectus. Lind er að ljúka M.S.-námi í jákvæðri sálfræði við Buckinghamshire New University.

Alls sóttu fimm um embættið. Einn dró umsókn sína til baka.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira