Hoppa yfir valmynd
23. september 2022 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Rætt um góða stjórnarhætti í breytilegu umhverfi á ársfundi ríkisfyrirtækja

Bjarni Benediktsson ávarpaði ársfund ríkisfyrirtækja  - mynd

Góðir stjórnarhættir í síbreytilegu umhverfi voru meginefni ársfundar ríkisfyrirtækja sem fjármála- og efnahagsráðuneytið stóð fyrir í gær. Fundinn sóttu stjórnir og stjórnendur ríkisfyrirtækja og var m.a. farið yfir helstu áherslur og markmið eigandastefnu ríkisins og ný ársskýrsla ríkisfyrirtækja kynnt.

Í ársskýrslunni er að finna upplýsingar um starfsemi fyrirtækjanna, árangur og afkomu sem og skipun stjórna.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, opnaði fundinn og hrósaði stjórnendum fyrir góðan árangur í breytilegu umhverfi síðustu missera. Hann ræddi þá fjárhagslegu og siðferðislegu ábyrgð sem því fylgir að reka fyrirtæki í almannaeigu og ítrekaði enn fremur slíkt eignarhald væri ekki sjálfgefið, heldur þyrfti það að þróast í takt við samfélagið.
Sérstakir gestir fundarins voru þau Helga Hlín Hákonardóttir, ráðgjafi og Þröstur Olaf Sigurjónsson prófessor, sem ræddu mikilvægi eigendastefnu og góðra stjórnarhátta. Tveir ríkisforstjórar, Þórhildur Helgadóttir Íslandspósti og Sveinbjörn Indriðason Isavia deildum einnig með fundargestum sinni reynslu af breytingastjórnun á vegferð framfara.

Úr panelumræðum á ársfundi ríkisfyrirtækja


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum