Hoppa yfir valmynd
11. október 2022 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Samantekt á lykilþáttum um þjóðgarða og friðlýst svæði í Samráðsgátt

Horft til Snækolls - myndHugi Ólafsson

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur birt í Samráðsgátt stjórnvalda samantekt á lykilþáttum úr vinnu starfshóps um stöðu og áskoranir í þjóðgörðum og friðlýstum svæðum á Íslandi.

Síðastliðið vor skipaði Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra starfshóp sem falið var að vinna greinargerð um málið.

Í starfshópnum sem ráðherra skipaði voru Árni Finnsson, formaður, Guðrún Svanhvít Magnúsdóttir og Sveinbjörn Halldórsson og var starfstími hans til 1. október sl. Starfshópurinn hefur dregið saman ýmis fyrirliggjandi gögn og aflað upplýsinga með samtölum og samskiptum við hagaðila, fulltrúa þeirra stofnana sem reka friðlýst svæði og þjóðgarða og önnur stjórnvöld og er í samantekt þeirri sem nú er til umsagnar í Samráðgátt að finna lykilþætti og áskoranir sem fram hafa komið hjá fulltrúum þeirra sem komu á fund hópsins eða sendu inn gögn. Auk þess er þar byggt á ábendingum sem fram komu í djúpviðtölum sem fyrirtækið Maskína tók.

Á Íslandi eru 130 friðlýst svæði, þar af þrír þjóðgarðar. Svæðin eru undir stjórn þriggja stofnana og umsjón með svæðunum og stjórnfyrirkomulag á þeim er því með ólíkum hætti. Á undanförnum árum hefur farið fram umræða um tækifæri og áskoranir sem fylgt geta því að friðlýsa landsvæði á Íslandi. Samhliða umræðu um stöðu friðlýstra svæða hafa komið fram sjónarmið um aukna samþættingu og samræmingu stofnana sem hafa umsjón með svæðunum.

Umsögnum skal skilað í samráðsgátt stjórnvalda og er frestur til þess til 21. október næstkomandi. Eftir að tímafresti í samráðsgátt lýkur verður unnið úr ábendingum og verður skjalið síðan hluti af lokaskýrslu starfshópsins.

Þjóðgarðar og önnur friðlýst svæði - lykilþættir

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira