Hoppa yfir valmynd
2. nóvember 2022 Matvælaráðuneytið

Berglind tekur sæti í stjórn Matvælasjóðs

Berglind tekur sæti í stjórn Matvælasjóðs  - myndSteinþór Rafn Matthíasson
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur skipað Berglindi Häsler í stjórn Matvælasjóðs. Berglind tekur við af Karli Frímannssyni sem setið hefur í stjórn sjóðsins frá stofnun hans árið 2020.

Berglind er ráðin aðstoðarmaður matvælaráðherra til 1. mars eða þar til Iðunn Garðarsdóttir snýr aftur úr fæðingarorlofi. Berglind er með BA-próf í heimspeki frá Háskóla Íslands og á að baki fjölbreytta starfsreynslu í fjölmiðlum, viðburðastjórnun, ferðaþjónustu og nýsköpun í matvælaframleiðslu. Berglind hefur rekið fyrirtækið Havarí frá árinu 2009 ásamt eiginmanni sínum heitnum, Svavari Pétri Eysteinssyni, tónlistarmanni og hönnuði. Berglind var einnig um tíma verkefnastjóri yfir verkefninu Lífrænt Ísland.

Hlutverk Matvælasjóðs er að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla. Stjórn Matvælasjóðs er þannig skipuð:

Margrét Hólm Valsdóttir, án tilnefningar, formaður.

Gunnar Þorgeirsson, tilnefndur af Bændasamtökum Íslands

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, tilnefnd af Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi

Berglind Häsler, án tilnefningar.

Í ágúst 2022 hlutu 62 verkefni styrk úr sjóðnum þegar matvælaráðherra úthlutaði 584,6 milljónum til 58 verkefna. Opnað verður fyrir umsóknir fyrir næstu úthlutun úr sjóðnum á vormánuðum 2023.

Heimasíða Matvælasjóðs.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

12. Ábyrð neysla og framleiðsla
17. Samvinna um markmiðin
11. Sjálfbærar borgir og samfélög
9. Nýsköpun og uppbygging
8. Góð atvinna og hagvöxtur
2. Ekkert hungur

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum