Hoppa yfir valmynd

Matvælasjóður

 

Hlutverk Matvælasjóðs er að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla og hliðarafurða úr landbúnaðar- og sjávarafurðum. Áhersla er á nýsköpun, sjálfbærni, verðmætasköpun og samkeppnishæfni íslenskrar matvæla um land allt. Sjóðnum er einnig heimilt að styðja við vöruþróun og markaðssókn á erlendum mörkuðum. Sjóðurinn fylgir eftir heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Í þessum tilgangi styrkir sjóðurinn verkefni og rannsóknir einstaklinga og lögaðila.

 

Markmið sjóðsins er að ná til verkefna á öllum stigum, allt frá hugmyndum til markaðssetningar og hagnýtra rannsókna. Ráðstöfunarfé Matvælasjóðs samanstendur af fjárveitingu af fjárlögum hverju sinni og öðrum tekjum eftir því sem þeim er til að dreifa. Allar upplýsingar um sjóðinn má finna hér á heimasíðu hans. 

 

 • Umsóknarfrestur í sjóðinn er liðinn á árinu 2021. 

 

 

Matvælasjóður hefur fjóra styrktarflokka

Markmið sjóðsins er að ná til verkefna á öllum stigum, allt frá hugmyndum til markaðssetningar og hagnýtra rannsókna. Því hefur stjórn sjóðsins ákveðið að veita styrki í 4 styrkjaflokkum Báru, Keldu, Afurð og Fjársjóð.


Bára

Bára styrkir verkefni á hugmyndastigi. Styrkur úr Báru fleytir hugmynd yfir í verkefni. Málshátturinn „sjaldan er ein báran stök“ merkir að gæta þeirrar fyrirhyggju að maður þoli nokkur áföll og því þarf að undirbúa jarðveginn vel ef umsókn í Báru á að leiða til stærra verkefnis. Í Báru leita þeir frumkvöðlar, og fyrirtæki sem eru með árlega veltu undir 300 milljónum króna, sem vilja skoða hugmynd, hráefni eða aðferðir sem stuðla að nýsköpun, sjálfbærni, verðmætasköpun og  samkeppnishæfni íslenskrar matvælaframleiðslu. 

Afurð

Afurð styrkir verkefni sem komin eru af hugmyndastigi en eru þó ekki tilbúin til markaðssetningar, en leiða af sér afurð. Líta má á þennan flokk styrkja sem tækifæri  til að móta og þróa afurð úr með hráefnum sem tengjast matvælaframleiðslu og gera hana verðmætari í ferlinu. Afurðirnar eiga að auka nýsköpun, sjálfbærni, verðmætasköpun og samkeppnishæfni íslenskrar matvæla-framleiðslu. Verkefnin geta verið á ólíkum stað í ferlinu, á byrjunarreit eða lokastigum.

Kelda

Kelda styrkir rannsóknaverkefni sem miða að því að skapa nýja þekkingu. Orðið kelda kemur úr forn norrænu og merkir uppspretta. Kelda er uppspretta nýrrar þekkingar. Tilgangur Keldu er að veita rannsóknastyrki til að hægt sé að afla nýrrar þekkingar sem stuðlar að nýsköpun, sjálfbærni, verðmætasköpun og samkeppnishæfni íslenskrar matvælaframleiðslu.

Fjársjóður

Fjársjóður styrkir sókn á markað. Fjársjóður er samansafn verðmætra hluta og styrkir fyrirtæki til að koma sínum verðmætum á framfæri. Skilyrði Fjársjóðs er að varan sé afurð úr íslenskur hráefnum sem ætlað er til matvælaframleiðslu. Tilgangurinn er að veita styrk til fyrirtækja til að styrkja markaðsinnviði og markaðssókn afurða tengdum íslenskri matvælaframleiðslu og stuðla þannig að nýsköpun, sjálfbærni, verðmætasköpun og samkeppnishæfni íslenskrar matvælaframleiðslu. 

Hér má nálgast allar helstu upplýsingar fyrir Matvælasjóð. 

    Hér finna umsækjendur handbók sjóðsins, starfsreglur, og stefnu hans en síðast         en ekki síst upplýsingar um umsóknarferlið.  Mikilvægt er að umsækjendur kynni       sér handbók sjóðsins en hún hefur verið uppfærð frá síðustu úthlutun ásamt öllum öðrum gögnum sjóðsins. 

Umsóknarfrestur er til og með 6. júní 2021

     Þegar sótt er um styrk í Matvælasjóð er mikilvægt að fara yfir þær kröfur sem eru        gerðar til umsókna og sjá til þess að þær séu uppfylltar til að umsóknin fái mat           fagráðs:  

 • Tengist verkefnið áherslum Matvælasjóðs, þ.e. er verkefnið styrkhæft? 
 • Eyðublöð sem skila þarf eru að minnsta kosti 2, greinargerð með öllum upplýsingum um verkefnið og fjárhagsáætlun þar sem gerð er ítarlega grein fyrir tekjum og kostnaði og forsendum þessara liða. (Athuga að þetta á ekki við Báru). 
 • Skoða þarf vel hvort að kostnaður sem sótt er um styrk fyrir sé samþykktur kostnaður og hvort allir verkþættir séu styrkhæfir.
 • Er búið að skoða hvort formkröfur og lágmarkskröfur séu uppfylltar

Umsóknareyðublöð

 

Spurt og svarað um Matvælasjóð

Skila þarf inn umsókn í gegnum eyðublaðavef Stjórnarráðsins og skulu tilskilin fylgigögn fylgja. Umsóknum sem skilað er eftir öðrum leiðum verða ekki teknar til efnislegar meðferðar.

Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér mismundandi flokka sjóðsins áður en hafist er handa við skrif á umsókn.

Styrkir eru greiddir út í tvennu lagi, helmingur við upphaf verkefnisins og helmingur þegar lokaskýrsla hefur verið staðfest af stjórn.
Já, umsóknir og umsóknargögn mega vera á ensku.

Yfirlit yfir flokka

Bára

Kelda

Afurð

Fjársjóður

Fyrir hverja?

Einstaklinga og lögaðila með árlega veltu undir 300 m.kr.

Alla lögaðila.

Alla lögaðila.

Lögaðila að frátöldum opinberum aðilum.

Tilgangur

Að kanna fýsileika, greina eða útfæra hugmynd tengda íslenskum matvælum og afurðum þeim tengdum.

Að afla nýrrar þekkingar sem stuðlar að nýsköpun, sjálfbærni, verðmætasköpun og samkeppnishæfni íslenskra matvæla og afurðum þeim tengdum.

Að þróa afurðir sem auka nýsköpun, sjálfbærni, verðmætasköpun og samkeppnishæfni íslenskra matvæla.

Að styrkja markaðsinnviði og markaðssókn afurða tengdum íslenskri matvælum.

Hámarks tímalengd

6 mánuðir.

12 mánuðir.

12 mánuðir.

12 mánuðir.

Hámarksstyrkur

3 m.kr.

30 m.kr.

30 m.kr.

30 m.kr.

Mótframlag

Nei.

Að lágmarki 20% af heildarkostnaði verkefnis.

Að lágmarki 30% af heildarkostnaði verkefnis.

Að lágmarki 50% af heildarkostnaði verkefnis.

Launakostnaður (nota skal viðmið Ríkisskattsstjóra um reiknað endurgjald, ekki útseld vinna eða yfirvinna)

Rekstrarkostnaður (kostnaður vegna nauðsynlegra aðfanga fyrir verkefnið)

Aðkeypt þjónusta (sundurliða skal kostnað og gera grein fyrir því hvað felst í hinni aðkeyptu þjónustu)

Samrekstur og aðstaða má vera allt að 20% af umbeðnum styrk (að aðkeyptri þjónustu undanskilinni)

 

Dæmi um styrkhæfa liði í einstökum flokkum:

Bára:

 • Gerð viðskiptaáætlunar
 • Hagkvæmnisathugun
 • Tilraunir með hráefni
 • Prófun aðferða
 • Vinna við útfærslu hugmynda

Fjársjóður

 • Gerð markaðsáætlunar
 • Hönnun (til dæmis heimasíðu, vörumerkis)
 • Ráðgjöf í sölu- og markaðsmálum,
 • Ráðstefnur, sýningar eða fyrirlestrar með það að markmiði að tengjast söluaðilum eða neytendum

Þættir sem eru óstyrkhæfir í öllum flokkum Matvælasjóðs

 • Framleiðsla söluvöru.
 • Fjárfesting í hráefnum, tækjum og búnaði sem eru hlutar af afurð eða þjónustu sem ætluð er til sölu.
 • Fjárfesting í sjálfu framleiðsluferlinu og umhverfi þess þ.m.t. húsnæði og tækjabúnaði til framleiðslu afurða og þjónustu sem ætluð er til sölu.
 • Gæðaúttekt og/eða vottun á framleiðsluferli.
 • Afborganir skulda, vaxtagjöld og lántökukostnaður.
 • Kostnaður vegna einkaleyfa.
 • Stofnun fyrirtækis og kostnaður vegna starfsleyfis fyrirtækis.
 • Birting auglýsinga.
 • Kynning og framsetning afurða í verslunum.

  Þættir sem eru óstyrkhæfir í Báru (til viðbótar þeim sem taldir eru hér að ofan)

 • Innleiðing á þjónustu og ferlum
 • Gerð markaðsefnis
 • Undirbúningur og kostnaður vegna funda, ráðstefna eða sýninga
 • Fjármögnun verkefnis, kostnaður vegna öflunar fjármagns til verkefnisins og skrif á styrkumsóknum
 • Námskeiðshald/að fara á námskeið
 • Kaup á tækjabúnaði/tækjum (þ.m.t. hugbúnaði)
 • Þættir sem eru óstyrkhæfir í Fjársjóði (til viðbótar þeim sem taldir eru hér að ofan)

 • Þróun vöru, þjónustu eða framleiðsluferils.
 • Umbreyting eða aðlögun afurða fyrir ný markaðssvæði (t.d. þýðingar og ný virkni).

Umsóknir í Báru verða metnar út frá eftirfarandi þáttum:

 • Er tenging verkefnisins við stefnu sjóðsins skýr og vel rökstudd?
 • Er tenging verkefnisins við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna skýr og vel rökstudd?
 • Eru markmið verkefnisins skýr og raunhæf?
 • Eru mælikvarðar verkefnisins skýrir og raunhæfir?
 • Er verkefnið eins og því er lýst raunhæft til að ná settum markmiðum?
 • Er kostnaðaráætlun raunhæf og eðlileg?

 

Verkefni í flokkunum Kelda, Afurð og Bára eru metin út frá þremur flokkum, nýnæmi, áhrifum og framkvæmd.

Hér að neðan má sjá vægi einstakra þátta í mati á verkefnum.

 

Kelda

Afurð

Fjársjóður

1. Nýnæmi

60%

30%

10%

Tækni og ferlar

30%

100%

100%

Framlag til þekkingar og aðferða

70%

0%

0%

2. Áhrif

20%

40%

50%

Notkunarmöguleikar – Verðmæti sem leiða af verkefninu

30%

30%

30%

Bolmagn og tengsl til að hagnýta niðurstöður

40%

50%

50%

Tengsl við stefnu sjóðsins

30%

20%

20%

3. Framkvæmd

20%

30%

40%

Verk-, tíma- og kostnaðaráætlun

70%

80%

80%

Gildi þverfaglegs samstarfs og/eða fjölbreytni hópsins

30%

20%

20%

 

 

 • Mikilvægt er að kynna sér flokka Matvælasjóðs og senda inn umsókn í þann flokk sem hentar verkefninu
 • Gæta þess að greinargerð verkefnis og fjárhagáætlun sé til staðar og rétt útfyllt
 • Umsækjendur eru hvattir til að vanda sig í hvívetna við gerð umsókna
 • Vera tímanlega, ekki á síðustu stundu við að senda inn umsókn. Það getur valdið óþarfa streitu og álagi á umsóknarkerfið

 

Umsækjendur eru hvattir til að vera tímanlega í því að senda inn umsókn ef hún er tilbúin
Greinargerð og fjárhagsáætlun þarf að fylgja umsóknum um styrk í Keldu, Afurð og Fjársjóð. Engin fylgiskjöl skulu fylgja umsókn í Báru.
Umsóknarfrestur er til og með sunnudeginum 6. júní.
Gert er ráð fyrir að úthlutun styrkja geti farið fram í lok ágúst. 

Hér má nálgast kynningarmyndband um Matvælasjóð, styrkjaflokka og fleira: 

Hér má nálgast kynningarmyndband um umsóknir í sjóðinn: 

        Matvælasjóður fylgir eftir            
        Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna

 • Netfang sjóðsins er: [email protected]
 • Ljósmyndir í auglýsingaefni eru eftir Jessica Vogelsang
 • Myndmerki sjóðsins teiknaði Kalsi 

 

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira