Hoppa yfir valmynd

Framleiðsla

 

Um framleiðslu matvæla gilda ákvæði laga um matvæli nr. 93/1995. Framleiðsla felur í sér meðferð hráefnis, vinnslu, pökkun og matreiðslu. Undir hugtakið fellur einnig húsnæði, störf, hreinlæti og heilbrigði starfsfólks og hvað annað sem tengist framleiðslu matvæla, svo og efni og hlutir sem geta komist í snertingu við matvæli. 

Hráefni til matvælaframleiðslu eru öll efni, önnur en bætiefni, aukaefni, bragðefni og varnarefni. Efni og hlutir eru allar umbúðir, ílát, áhöld, tækjabúnaður, borðbúnaður og öll efni sem slíkir hlutir eru samsettir úr og geta komist í snertingu við matvæli.

Framleiðsla matvæla skiptist í tvennt:

  • Frumframleiðsla en það er framleiðsla, eldi eða ræktun undirstöðuafurða ásamt uppskeru, mjöltum og eldi dýra fram að slátrun. Þá fellur undir frumframleiðslu dýra- og fiskveiðar ásamt nýtingu villigróðurs.
  • Smásala er meðhöndlun og/eða vinnsla matvæla og geymsla þeirra á staðnum þar sem þau eru seld eða afhent neytanda, þ.m.t. dreifingarstöðvar, matsölufyrirtæki, mötuneyti starfsfólks, veitingahús og önnur samsvarandi matarþjónusta ásamt verslunum og dreifingarstöðvum stórmarkaða og heildsölumarkaðir.

Sjá einnig:

Síðast uppfært: 29.1.2022
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum