Hoppa yfir valmynd

Sýklalyfjaónæmis- og súnusjóður

Úthlutun 2022

Umsóknarfrestur fyrir árið 2022 hefur verið framlengdur til 8. desember nk.

Um sjóðinn

Sýklalyfjaónæmis- og súnusjóður starfar í samræmi við þingsályktun nr. 40/149 um aðgerðaáætlun um matvælaöryggi og vernd búfjárstofna. Sjóðurinn fjármagnar verkefni undir formerkjum „Einnar heilsu“ (e. One Health) í baráttunni gegn sýklalyfjaónæmi.

Tilgangur sjóðsins er eftirfarandi:

 1. Styrkja grunnrannsóknir í sýklalyfjaónæmi.
 2. Fjármagna tilteknar skimanir fyrir ónæmum sýklum en einungis verða fjármagnaðar skimanir sem eru umfram lögbundnar skimanir, t.d. tilteknar skimanir í matvælum, sauðfé, hrossum, gæludýrum, sníkjudýrum og umhverfi.
 3. Fjármagna umframkostnað vegna rannsókna í almannaþágu í því skyni að rekja uppruna sýkla sem dreifast á milli manna og dýra (súnur) í þeim tilvikum þegar upp koma hrinur, hópsýkingar eða faraldrar en stór hluti sýkinga hjá mönnum og dýrum er tilkominn vegna þeirra. 

Sýklalyfjaónæmis- og súnusjóður nýtur framlaga frá matvælaráðuneytinu og heilbrigðisráðuneytinu í þrjú ár, 30 milljónir kr. á ári, þ.e. til ársloka 2022. Matvælaráðherra og heilbrigðisráðherra skipa sjóðsstjórn til ársloka 2022, fjóra aðalmenn og fjóra til vara. Stjórnsýsla sjóðsins, þar með talið varsla sjóðsins og dagleg umsýsla hans er hjá matvælaráðuneytinu.

Fólk af öllum kynjum er hvatt til að sækja um í sjóðinn.

Auglýsing um umsóknir

Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr Sýklalyfjaónæmis- og súnusjóði. Sjóðurinn starfar í samræmi við þingsályktun nr. 40/149 um aðgerðaáætlun um matvælaöryggi og vernd búfjárstofna, og nýtur framlaga frá heilbrigðisráðuneytinu og matvælaráðuneytinu samtals 30 milljónir kr. á ári í þrjú ár, þ.e. til ársloka 2022. 

Tilgangur sjóðsins er að fjármagna verkefni undir formerkjum „Einnar heilsu“ (e. One Health) í baráttunni gegn sýklalyfjaónæmi.

 1. Auglýst er eftir umsóknum um styrki til grunnrannsókna í sýklalyfjaónæmi. 
  • Í styrkumsókn skal m.a. koma fram: Markmið verkefnis, fjárhæð sem sótt er um í sjóðinn, framkvæmda- og kostnaðaráætlun, áætlun um nýtingu fjármagns sem sótt er um, rannsóknarleyfi og hvernig nýta megi niðurstöður til að draga úr sýklalyfjaónæmi. Sótt skal um í nafni einstaklings, stofnunar eða starfseiningar.
    
 2. Auglýst er eftir umsóknum um styrki til þess að fjármagna tilteknar skimanir fyrir ónæmum sýklum.
  • Til nánari skýringa verða einungis fjármagnaðar skimanir sem eru umfram lögbundnar skimanir, t.d. tilteknar skimanir í matvælum, sauðfé, hrossum, gæludýrum, sníkjudýrum og umhverfi.
  • Í styrkumsókn skal m.a. koma fram skimunar- og kostnaðaráætlun og rökstuðningur fyrir mikilvægi verkefnisins.
  • Úthlutanir sjóðsins eru einu sinni á ári. Umsóknarfrestur rennur út 1. desember 2022. 
    
 3. Auglýst er eftir umsóknum um styrki til þess að fjármagna umframkostnað vegna rannsókna í almannaþágu í því skyni að rekja uppruna sýkla sem dreifast á milli manna og dýra (súnur) í þeim tilvikum þegar upp koma hrinur, hópsýkingar eða faraldrar. 
  • Umsóknir geta borist sjóðnum allt árið um kring og verða umsóknir teknar til umfjöllunar á fundi sjóðsstjórnar í kjölfar þess að þær berast.
  • Í styrkumsókn skal m.a. koma fram lýsing á atburðinum og rannsóknaáætlanir viðkomandi stofnana auk frumrits reikninga vegna rannsókna sem áritaðir eru af yfirdýralækni eða sóttvarnalækni.
  • Úthlutanir sjóðsins eru eftir þörfum.

Umsækjendur skulu sækja um styrk á rafrænu formi á eyðublaðavef Stjórnarráðsins á slóðinni https://minarsidur.stjr.is

Nánari upplýsingar: 

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum