Hoppa yfir valmynd

Matvælaeftirlit

Matvælaráðherra fer með yfirstjórn mála samkvæmt lögum um matvæli. Matvælastofnun er ráðherra til ráðgjafar, en heilbrigðisnefndir hafa undir yfirumsjón Matvælastofnunar opinbert eftirlit með framleiðslu og dreifingu matvæla, að svo miklu leyti sem það er ekki falið öðrum aðilum. Í umboði heilbrigðisnefnda starfa heilbrigðisfulltrúar hjá heilbrigðiseftirliti sveitarfélaga (HES), en landinu er skipt upp í tíu heilbrigðiseftirlitssvæði. Matvælastofnun sér um samræmingu eftirlits hjá heilbrigðiseftirliti sveitarfélaga.

Matvælastofnun

Um Matvælastofnun gilda ákvæði laga nr. 80/2005. Matvælastofnun sinnir stjórnsýslu, eftirliti, fræðslu og þjónustu við sjávarútveg, landbúnað, fyrirtæki og neytendur í þeim tilgangi að stuðla að heilbrigði og velferð dýra, heilbrigði plantna og öryggi, heilnæmi og gæðum matvæla. Eftirlit stofnunarinnar samkvæmt lögum um matvæli er með:

  • allri frumframleiðslu matvæla, annarra en matjurta
  • innflutningi og útflutningi búfjárafurða
  • kjötvinnslum og kjötpökkunarstöðvum, að undanskildum kjötvinnslum sem starfræktar eru í smásöluverslunum
  • mjólkurstöðvum og eggjavinnslu
  • smitsjúkdómum búfjár
  • meðferð, skoðun og mati á sláturafurðum
  • heilbrigðisskoðun eldisfisks
  • meðferð, flutningi, geymslu, vinnslu og dreifingu sjávarafurða, að undanskilinni smásölu
  • innflutningi annarra matvæla en getið er í a–h-lið 2. gr. laga um matvæli
  • innflutningi efna og hluta sem ætlað er að vera í snertingu við matvæli

Heilbrigðisnefndir sveitarfélaga

Heilbrigðisnefndir sveitarfélaga sinna öðru eftirliti með matvælum en það sem Matvælastofnun er falið að hafa eftirlit með samkvæmt lögum um matvæli.

Landinu er skipt í 10 heilbrigðiseftirlitssvæði, sjá lista hér að neðan.

Heilbrigðiseftirliti sveitarfélaga má skipta í heilbrigðisnefndir og heilbrigðisfulltrúa. Heilbrigðisfulltrúar starfa sem fulltrúar viðkomandi heilbrigðisnefndar. Þeir hafa umsjón með starfsleyfisgerð og eftirliti með efnavörum, hollustuháttum, matvælum, umhverfisgæðum og mengandi starfsemi  innan heilbrigðiseftirlitssvæða.

Sjá einnig:

Síðast uppfært: 26.9.2022
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Yfirlit

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum