Hoppa yfir valmynd
15. nóvember 2022 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Bjarni með erindi um hindranir við lýðræðislega þátttöku kvenna á ráðstefnu OECD

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, heldur erindi um hindranir við lýðræðislega þátttöku kvenna á ráðstefnu Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, sem fram fer í Lúxemborg 17. nóvember næstkomandi. Ráðstefnan, sem ber heitið „OECD Global Forum - Building Trust and Reinforcing Democracy“, er haldin samhliða ráðherranefndarfundi OECD um opinbera stjórnsýslu þar sem til umræðu verða ýmis málefni sem hafa áhrif á traust og lýðræði í heiminum. M.a. verður rætt um hvernig megi berjast gegn upplýsingaóreiðu, eflingu stafræns lýðræðis, umhverfismál og áskoranir í alþjóðamálum.

Hægt er að fylgjast með ráðstefnunni í gegnum streymi og eru áhugasöm um málefnið hvött til að skrá sig.

Umræður á ráðstefnunni munu að miklu leyti snúa að niðurstöðum úr könnun OECD ríkjanna á trausti á stjórnvöld sem Ísland er aðili að. Meðal niðurstaðna könnunarinnar er að almennt er traust til stjórnvalda á Íslandi mikið í samanburði við önnur OECD ríki. Þrátt fyrir þetta telur almenningur að stjórnvöld taki ekki nægilegt tillit til ábendinga sem þeim berast og yngra fólk ber minna traust til stjórnvalda en þeir sem eldri eru. Forsætisráðuneytið hefur haft frumkvæði að því að setja af stað vinnu til þess að bregðast við þessum niðurstöðum.

 

 


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum